Dvöl - 01.07.1938, Síða 47

Dvöl - 01.07.1938, Síða 47
D V ö L 205 grundvöllur allrar menntunar og menningar. Af bóklegum námsgreinum eiga þeir að ieggja höfuðáherzluna á móðurmál og íslenzkar bókmennt- ir að fornu >og nýju. Eitt erlent mál, reikning, og síðast en eklci sízt á sögu þjóðarinnar. Fyrst rækilega átthagasögu, síðar sögu allrar þjóðarinnar. Æskan verður að kynnast sögu feðranna og mæðranna, hinni hörðu lífsbaráttu þeirra og fá- dæma þreki og fórnarlund, ann- ars kann hún ekki að meta neitt af gæðum nútímans. Myndi ekki frelsisbarátta Jóns Sigurðssonar iog æfistarf, séð í réttu ljósi, vísa mörgum ungling- um veginn framhjá blindskerjum flokkstrúar og þröngra sérhags- muna ? Maður, sem þiggur aldrei neitt embætti, til þess að vera sem allra óháðastur í baráttunni fyrir sinni stærstu lffshugsjón, frelsi þjóðar sinnar, á hér að vera hin stóra fyrirmynd í öllu félagslegu upp- eldi. Nokkrar blaðsíður í sögunni og 2—3 kennslustundir um slíkan mann eru harla lítils virði. Slík- um afburðamönnum og audans mönnum sögunnar verður æskan að kynnast meir en aðeins að vita fæðingar- og dánar-ár þeirra. En hún á einnig að fá að kynn- ast hinum nafnlausu hetjum, sem í gegnum óteljandi hörmungar og erfiðleika héldu uppi menningu þessarar þjóðar. ólu henni upp syni og dætur, og börðust þegj- andi æfilöngu stríði við eld og ís og fátækt, en svikust þó aldrei af verðinum, gerðu litlar eða eng- ar kröfur til annara, en heimtuðu mikið af sjálfum sér. Lað er að vísu engin dyggð að gera aldrei neinar kröfur, en það er líka ömurlegt að mæta slíku menningarástandi, þar sem allt er heimtað af öðrum, en ekkert af sjálfum sér. Sagan á að tengja æskuna við átthaga sína og fortíð, og þar hafa héraðsskólarnir stórt hlutverk að vinna. En auk /þessa eiga' þeir að vera vinnuskólar, þar semungu fólki er kennt að meta vinnuna réttilega, ekki af því að hún er ,Vara, sem hægt er að selja, held- ur miklu frekar af hinu, að hún er leið að allskonar stórum og fögr- um takmörkum, hún er það sem veitir lífinu gildi. Þeir eiga að vera miðstöð þjóðlegs iðnaðar og þjóðlegra fræða, og með fjölþættu íþróttalífi eiga þeir að vera afl- gjafi heilbrigði og hreysti. Og að síðustu eiga þeir að vera þjóðlegar stofnanir með djúpar rætur hver í sínu héraði, fortíð þess og sögu, þjóðlegar og and- iegar stofnanir, þar sem hin, nær því, þúsund ára gamla kristna menning þessarar þjóðar á að vera einn höfuð hornsteinninn. Það væri illa farið, ef þeir los- uðu um þær rætur, sem tengja sveitaæskuna við átthaga sína. Þeir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.