Dvöl - 01.07.1938, Side 50
208
D V Ö L
SPEGILLINN ------------------
Eftir Leon Fraplé
Hjónin voru orðin gömul. Kon-
an hafði misst flesta hæfileika
yngri áranna. Hún vann nú 2—3
klukkustundir á dag ýmsa erfið-
isvinnu, svo sem þvotta og annað
þessháttar. Maðurinn hafði fyrir
löngu síðan misst minnið.
„Æ, já, hann hefir bara misst
minnið", sagði konan venjulega.
— í verksmiðjunni, þar sem mað-
urinn hafði fórnað starfskröftum
sínum í 40 ár, vann hann enn.
Atvinna hans var fólgin í því að
ýta stórum og þungum stálflein-
um af handafli fram og aftur —
aftur og fram — dag eftir dag —
ár eftir ár —, því að annars gat
vélarbáknið ekki starfað eðlilega.
Hann var settur í stól í litlu og
óvistlegu herbergi og honum var
sýnd aðferðin við verkið — svo
kom framhaldið af sjálfu sér. Hinn
gamli líkami hans var orðinn svo
vanur þessu verki og undirgefni
og auðmýkt svo óafmáanlega inn-
prentuð sál hans, að öll aðstoð
var í rauninni óþörf. En kæmi
það fyrir, að hönd hans stöðvað-
ist ósjálfrátt, var henni óðara
hrundið af stað og hún hóf aftur
sínar vélrænu hreyfingar. Ef kon-
an hans kom ekki að sækja hann
á kvöldin, hélt hann heimleiðis
aleinn — eins og af tilviljun, og
alltaf fór hann síðastur. Heimilis-
fangið var saumað á húfuderið
hans, og alltaf urðu einhverjir til
þess að koma honum heim til sín
fyrir morgun.
Áður en þau urðu „gömul hjón“,
sem hjartahreinar sálir tala um
með vælukenndri meðaumkun,
höfðu þau góða og stöðuga at-
vinnu. Draumur lífs þeirra náði
ekki lengra en það að eignast
sómasamleg húsgögn, og liann
rættist smámsaman, en uppfyll-
ing þess draums tók langan tíma
og kostaði mikið erfiði og áhyggj-
ur. Þau greiddu húsgögnin á
margra ára fresti með vissum af-
borgunum. Lau urðu þeim dýr,
þessi húsgögn — þessir hlutir,
sem við hugsum ekki meira um
en skóhlífarnar okkar — er þau
öfluðu með dæmafárri þrautseigu
og þreki.
Daglegt líf er stundum erfitt.
Konan eyddi kröftum sínum við
að byggja upp heimili þeirra í
smá-áföngum. Skyldurækni henn-
ar voru engin takmörk sett. Öllum
beztu árum æfi sinnar fórnuðu
þau til að ná þessu marki; engar
skemmtanir, enginn dagamunur.
En í þessum hversdagslegu hlut-