Dvöl - 01.07.1938, Síða 55
D V Ö L
213
Hjá Dettifossi
Eftir Bjartmar Guðmundsson á Sandi
Við glaðvöknum öll í einu af
móki fararinnar. Kliður fer um
bílhúsið frá manni til manns:
Dettifoss.
Bifreiðin okkar stingur fyrir sig
hjólum og nemur staðar, nötrar
ofurlítið við af áreynslu sinni og
kastar mæðinni. Við enam stödd
á brekkubrún og komumst ekki
lengra á farartæki nútímans, bíln-
um. Jæja, þá er að nota fæturna
eins og hverja aðra varasjóði.
Og við göngum ofan urðar-
brekku.
Úðamökkur í suðvestri. Þang-
að stefnum við. Hvert sem litið
er blasa við melar og sandurið
grjót.
Ósjálfrátt er ég farinn að raula
hendingar úr kvæði Kristjáns:
I3ar sem aldrei á grjóti gráu
gullin mót sólu hlæja blóm. . . .
Um leið lít ég ofan í urðina.
Nú, hér er þó toppur af grænu
grasi við tána á mér og punt-
nælingur hér og þar á stangli.
Ennfremur vorblóm milli hellu-
blaða. Yfir þetta hefir þá Krist-
jáni sézt — eða kannske það liafi
komið hingað síðan. Án þess ég
viti, hefi ég dregizt aftur úr fram-
gjaraara fólki. Ég finn ljónslöpp í
urðinni og möðru, bæði gula og
hvíta, geldingahnapp og ljósbera,
þrennskonar steinbrjóta og ým-
islegt fleira. En ég er enginn
grúskari né grasafræðingur oglít
nú upp úr jörðinni og horfi hærra.
Allt mitt samferðafólk er horfið
sýnum. Hér ráfa ég aleinn og
festi augun við og við þar, sem
ekkert er, á meðan þau hin hraða
göngu sinni og stefna á Dettifoss,
sjálfan forseta allra , íslenzkra
stórfossa — að því er öllum virð-
ist bera saman um.
Ég hagræði plöntum mínum í
lófa mér og hraða ferð minni og
kem þó seinastur allra manna að
gljúfrinu — dálítið hróðugur þó
með sjálfum mér yfir því að hafa
13 tegundir af fullþroskuðum
plöntum meðferðis og vera þetta
betur sjáandi en Kristján Fjalla-
skáld.
Samferðafólkið stendur í einum
hnapp og horfir agndofa áfurðu-
verlc náttúrunnar. Myndavélarnar
eru komnar á loft. Gilið er barma-
fullt af úða og friðarbogi brúar
það á ská. Áður um morguninn
hafði verið dimmviðri. Nú eru
komin göt á skýin í austrinu og
hvítir sólskinsblettir skapast hér
og þar umhverfis okkur. Það er
að koma glaða sólskin. Enginn