Dvöl - 01.07.1938, Side 60

Dvöl - 01.07.1938, Side 60
218 ÐVÖL gólfi, að ekki varð náð þangað með hendinni. Tvær bækur duttu niður á gólfið og ég þaut til og ætlaði að hremma þær, en nam staðar fyrir augnaráði Idahos. Nú talar hann í fyrsta skipti í viku: „Brjóttu ekki af þér tærn- ar“, sagði hann. „En þó að ég viti að þú sért fæddur til þess að lifa í samfélagi við sofandi vatna- skjaldbökur, þá vil ég sýna þér drengskap, og það er meira en foreldrar þínir gerðu þegar þau sendu þig út í heiminn með þær félagsdyggðir, sem þú ert gædd- ur, því að í raun og sannleika er ekkert betra að umgangast þig en skellinöðru, og þú ert álíka skemmtilegur og frosin næpa. Nú ætla ég að varpa hlutkesti, og sá sem vinnur skal velja aðra bók- ina, en sá sem tapar fær hina“. Idaho vann og valdi aðra bók- ina, ég fék hina. Idaho horfði á sína eins og lítill drengur á brjóst- sykurmola. Mín bók var lítil, fimm sinnum sex þumlungar að flat- armáli, og hún hét „Handbók Herkimers um nauðsynleg efni“. Það má vel vera að ég fari með rangt mál, en mér finnst að þessi bók sé sú merkilegasta, sem nokkru sinni hefir verið rituð. Ég á hana ennþá og treysti mér hæg- lega til þess að reka þig á stamp- inn sextíu sinnum á fimm mín- útum: í öllum þeim fróðleik, sem þar stendur. Við skyldum reyna að tala um Salómon konung, New York Tribune eða hvað sem vera vill. Þessi Herkimershlýtur aðhafa eytt að minnsta kosti fimmtíu ár- um í |að ferðast miljón mílur til þess að öðlast alla þessa þekk- ingu. í bókinni var íbúatala allra borga, hvernig hægt er að sjá aldur stúlkna, hve margar tennur kameldýrið hefir. Hún skýrði frá hvar væru lengstu i jarðgöng heimsins og hve stjörnurnar væru margar, hve hlaupabólan væri lengi að koma út, hve gildur meyjarháls á iað vera, neitunarvald landsstjórans, hvenær rómversku vatnsleiðslurnar voru lagðar, hve mörg pund af hrísgrjónum hægt er að kaupa ef maður neitar sér um eina bjórflösku á dag, meðal- hitinn í júni í Maine, hve mörg fræ þarf til að rækta eina tunnu af gulrótum, móteitur gegn hvers- konar eitrun, hve mörg hár eru á höfði ljóshærðra stúlkna, hvern- ig egg eru framreidd, hæð allra fjalla veraldar, hvaða ár allar styrjaldir og orustur voru háðar, hvernig á að lífga frá drukknun, að lækna sólsting, hve margir naglar erui í einu pundi, hvernig á að búa til dynamit og gerfiblóm og búa um rúm og hvað gera skal áður en læknirinn kemur — og um mörg hundruð fleiri hluti. Ef það hefir verið eitthvað, sem Herkimer vissi ekki, þá saknaði ég þess að minnsta kosti ekki úr bókinni. Ég sat og las þessa bók í fjórar klukkustundir. Öllum fyrirbrigð-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.