Dvöl - 01.07.1938, Qupperneq 74

Dvöl - 01.07.1938, Qupperneq 74
232 D V Ö L D í s a I>ey!-----— • Hvaða hljómur er þetta? F>,að er svanasöngfur — svanirnir eni að koma. Dísa, manstu vor- kvöldið, sem þú sazt við vatnið og speglaðir þig — Þú hafðir flutt hest út í hagann og varst á leiðinni heim aftur. Þú settist niður og fleygðir beizlinu í grasið hjá þér, svipaðist undir bakkann eftir silungi, reyndir að grípa fiðrildin, sem flögruðu kringum þig og sleizt upp strá og fleygðir ú.t í vatnið. Þú varst heit og rjóð og hárið — bjart eins og vornóttin — féll laust niður um herðar þér. Manstu eftir svaninum, sem kvöld eftir kvöld synti á vatninu. Það var ungur svanur, sem ekki var kominn á flug. Einn morgun, þegar þú varst komin á fætur var hann á vatn- inu. — En enginn vissi hvaðan liann hafði komið.--------- Um kvöldið synti hann á vatn- inu. Draumur vorsins var innra og ytra — kvöldið var hljótt eins og harpa með stilltum strengjum, sem hvílir við brjóst söngvarans. Endur og eins var sem strengirn- ir væru snertir. — Smáfuglsrödd kvað við — nær eða fjær-------- Umhverfið speglaðist í vatninu — himininn með ljósum skýjum og hvítum fossum — engjar og — fjallið með grænum hlíðum t,ún með silfurtærum lækjum og rjúkandi bæir. — Allt varð að dýr- legum undirheimi í vatninu. Svanurinn nálgaðist bakkann, sem þú sazt á og öldurnar frá brjósti hans léku mjúklega að myndum ykkar í sk;yggðum vatns- fletinum. Var það löngunin, sem oft gríp- ur börnin, — að hæfa eitthvað, eða vildirðu sjá hann breiða úr vængjunum og fljúga — — Dísa, manstu þegar þú kastaðir steinin- um í brjóstið á svaninum. Það var heppni, að hann kom ekki á vænginn. Vatnsflöturinn brotn- aði og undirheimurinn og myndir ykkar leystust sundur og hurfu. En svanurinn hóf sig upp í vor- himininn. Fáeinar fjaðrir flutu eft- ir á vatninu. Manstu eftir hlj'óðinu, sem liann sendi út í kvöldkyrrðina, þegar hann flaug burt. Það var fyrsti söngurinn hans. Þú skemmtir þér við að horfa á ejftir honum. Svo hljópstu heim — þá var döggin fallin og þoka setzt á tindana. I hlaðvarpanum sleiztu upp fíf- il, stakkst honum í neslu í kjóln- um þínum, svo hnepptirðu hnappn- um og leggurinn marðist. |Þú háttaðir, last bænirnar þín- ar og ósýnilegir vængir báru sál þína upp í draumaríkið. Svanurinn flaug út í auðan geiminn í svölu lágnættinu. Sigurjósi í Snæhvammi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.