Dvöl - 01.07.1938, Qupperneq 74
232
D V Ö L
D í s a
I>ey!-----— •
Hvaða hljómur er þetta?
F>,að er svanasöngfur — svanirnir
eni að koma. Dísa, manstu vor-
kvöldið, sem þú sazt við vatnið og
speglaðir þig —
Þú hafðir flutt hest út í hagann
og varst á leiðinni heim aftur. Þú
settist niður og fleygðir beizlinu
í grasið hjá þér, svipaðist undir
bakkann eftir silungi, reyndir að
grípa fiðrildin, sem flögruðu
kringum þig og sleizt upp strá og
fleygðir ú.t í vatnið.
Þú varst heit og rjóð og hárið
— bjart eins og vornóttin — féll
laust niður um herðar þér.
Manstu eftir svaninum, sem
kvöld eftir kvöld synti á vatninu.
Það var ungur svanur, sem ekki
var kominn á flug.
Einn morgun, þegar þú varst
komin á fætur var hann á vatn-
inu. — En enginn vissi hvaðan
liann hafði komið.---------
Um kvöldið synti hann á vatn-
inu. Draumur vorsins var innra
og ytra — kvöldið var hljótt eins
og harpa með stilltum strengjum,
sem hvílir við brjóst söngvarans.
Endur og eins var sem strengirn-
ir væru snertir. — Smáfuglsrödd
kvað við — nær eða fjær--------
Umhverfið speglaðist í vatninu
— himininn með ljósum skýjum
og hvítum fossum — engjar og
— fjallið með grænum hlíðum
t,ún með silfurtærum lækjum og
rjúkandi bæir. — Allt varð að dýr-
legum undirheimi í vatninu.
Svanurinn nálgaðist bakkann,
sem þú sazt á og öldurnar frá
brjósti hans léku mjúklega að
myndum ykkar í sk;yggðum vatns-
fletinum.
Var það löngunin, sem oft gríp-
ur börnin, — að hæfa eitthvað,
eða vildirðu sjá hann breiða úr
vængjunum og fljúga — — Dísa,
manstu þegar þú kastaðir steinin-
um í brjóstið á svaninum. Það
var heppni, að hann kom ekki
á vænginn. Vatnsflöturinn brotn-
aði og undirheimurinn og myndir
ykkar leystust sundur og hurfu.
En svanurinn hóf sig upp í vor-
himininn. Fáeinar fjaðrir flutu eft-
ir á vatninu.
Manstu eftir hlj'óðinu, sem liann
sendi út í kvöldkyrrðina, þegar
hann flaug burt. Það var fyrsti
söngurinn hans. Þú skemmtir þér
við að horfa á ejftir honum. Svo
hljópstu heim — þá var döggin
fallin og þoka setzt á tindana.
I hlaðvarpanum sleiztu upp fíf-
il, stakkst honum í neslu í kjóln-
um þínum, svo hnepptirðu hnappn-
um og leggurinn marðist.
|Þú háttaðir, last bænirnar þín-
ar og ósýnilegir vængir báru sál
þína upp í draumaríkið.
Svanurinn flaug út í auðan
geiminn í svölu lágnættinu.
Sigurjósi í Snæhvammi.