Dvöl - 01.07.1938, Page 79
DVÖL
237
um 1880—1890, og áður fyrr fáír
sem engir. En eftir 1890 voru þær
hjá hverri skipshöfn. Hinar rösk-
ustu fanggæzlur önnuðust ofttvær
skipshafnir, er þær voru í sömu
verbúð. — Fanggæzla matreiddi
fyrir skipverja, þvoði oftast vett-
linga þeirra og sokka, og bætti
stundum, en annaðist ekki þvott
né viðgerð á fatnaði þeirra að
öðru leyti. Fanggæzlan var að
nokkru .leyti ráðin upp á hlut eins
og skipshafnirnar. Hún fékk á-
vallt í kaup stærsta fiskinn úr
róðri, ef aflinn var innan við 100
fiska á bátinn, annars einn fisk
vænan úr luandraði hverju og
broti úr hundraði. Útgerðarmaður
annaðist verkun á fiski fanggæzlu
og lagði til salt, en oft mun hún
hafa tekið þátt í þurkun fisksins af
bátnum í notum þess. Auk þessa
kaups hafði og fanggæzla ókeypis
kaffi, grauta og nýjan fisk ásamt
skipshöfninni.
Afíaskipti og aflasala.
Aflaskipti og aflasala máttu heita
í föstum skorðum í Bolungavík
um langt árabil, og í aðalatriðum
hin sömu og í öðrum veiðistöðvum
við fsafjarðardjúp.
Á sexæringum var skipt í níu
staði. Formaður tók tvo hluti, há-
setar sinn hlutinn hver, og báts--
eigandi tvo hluti, fyrir bát og
veiðarfæri.
Á fjögramannaförunum voru
fjórir menn á þeim minni, en
fimm á stærri bátunum. Hluta-
skiptatilhögunin var þar hin sama
og á sexæringunum. Var skipt í
sjö staði í hinum fyrrnefndu, en
átta staði á síðarnefndu bátunum..
Svo höfðu og hásetar einafiskilóð,
„stúfinn^ svonefnda, stundum var
þetta ein lóð merkt ,er e;ndast
skyldi vertíðina, en hjá öðrum var
það ein lóð í legu, og kusu þá
hásetar um ,oftast áður en byrjað
var að draga, hver lóðin í röðiuni
skyldi vera „stúfur“. Fyrir stúf-
fiskinn keyptu hásetar sér einatt
sykur, en stundum var hann líka
notaður til sameiginlegs vínglaðn-
jings í lok vertíðarinnar.
Oftast var allur fiskur bátsins
saltaður í einu lagi, og fóru þá
fullnaðarskipti tigi fram fyrr, en
fiskurinn var seldur fullverkaður
að sumrinu. En fyrir kom þó, að
hásetum var skipt sér hlut sínum
í fjöru, og ávallt var það siður,
er skipsrúmslausir menn fóru í
Jegu í forföllum cinhvers háseía.
Skömmu eftir 1890 ’ var tekið
að ráða menn í skipsrúm fyrir
fast kaup, sérstaklega á vorver-
tíðinni. Sjaldan eða aldrei mun þó
öll skipshöfnin hafa verið á kaupi,
en um og eftir aldamótin tíðkað-
ist kaupgjald háseta mikið, bæði í
Bolungavík, Hnífsdal, Mið-Djúpi
og Snæfjallaströnd. Voru það að-
allega utanhéraðsmenn, Stranda-
rnenn, Húnvetningar o. fl., er sótt-
ust eftir föstu kaupi, frekar en
óvissum hlut. Kaupgjald varfyrst
einungis 6 krónur á viku, síðar
kömst það í 8 krónur, þá í 10