Dvöl - 01.07.1938, Side 80

Dvöl - 01.07.1938, Side 80
238 D V Ö L kr., og að síðustu var það al- mennt 12 krónur á viku. Kaupa- menn höfðu að sjálfsögðu ókeypis fæði og skinnklæði. í aflatregðu- vorum um aldamótin, er kaup- gjaldið var orðið tiltölulega hátt, töpuðu margir á kaupavinnunni, einkum innar í Djiipinu. Biðu sumif efnalitlir útgerðarmenn þess aldrei bætur. Fyrst framan af var aðeins að ræða um sölu á fullverkuðum fiski. Djúpsmenn sumir, einkum þeir úr Mið-Djúpi, fluttu þá fisk- inn heim til sín undir vertíðarlok- in og þurrkuðu hann þar. Inn- djúpsmenn, svo og ísfirðingar, fluttu fisk sinn iil kaupmanna á Tsafirði, er verkuðu hann fyrir á- ákveðna borgun. Verkunarlaunin voru um mörg ár hin sömu: 3 krónur skippundið. Um 1895 tók Ward hinn enski að kaupa léttverkaðan smáfisk, er lengi síðan var jafnan nefndur Ward-fiskur, en síðar „Labrador- fiskur" og heldur því nafni enn- þá. Sá fiskur var einatt verkaður samhliða róðrunum seinni part vors. Þóttu það mikil viðbrigði og góð, að geta þannig losnaðvið mikið af fiski sínum strax að vor- inu, og fá hann greiddan í pen- ingum samstundis. Þá má og í þessu sambandi nefna Kaupfélag ísfirðinga, sem hóf víðtæk fisk- kaup, jafnframt vörusölu, laust fyrir 1890, en starfsemi þess heyr- ir ,að öðru leyti til verzlunarsögu héraðsins á þessum árum. Seint á ferðinni. Pess var getið síðast, að verða myndi nokkur dráttur á útkomu 3. heftis Dvalar, vegna fjarveru ritstjór- ans. Loksins kemur það þó, og verð- ur nú bráðlega byrjað á prenfun 4. heftis. Bréfum þeim, sem Dvöl hafa borizt í sumar, verður reynt að svara eins fljótt og unt er, og eins verða kvittanir sendar þeim mörgu skilsömu kaupendum, sem sent hafa andvirði yfirstandandi árgangs. Allinargir vinir Dvalar hafa sent henni nýja kaupendur og er þessa dag- ana verið að senda það, sem pantað hefir verið. Ef einhverjir fleiri vinir Dvalar ætla að senda henni nýja á- skrifendur að yfirstandandi árgangi, ættu þeir að gera það sem fyrst, þvi alltaf er hættan á að einstök hefti þrjóti. Og þeir, sem éiga talsvert af Dvöl, en vantar inn í hana, ættu ekki að draga lengur að fá sér það. Það munu nokkuð margir vera sammála um, að Dvöl frá byrjun muni aukast að verðmæti þegar fram líða stundir. Leiðréttingar við „Brot úr kvæði um Þyrnirós", í síðasta hefti: 1 4. erindi 3. vísuorði: heyrast, á að vera: heyrdust. í 6. erindi, 6. vísu- orði: börðust þeir um, á að vera: börð- ust þeir viö. í 11. erindi, 3. vísuorði: liggja og finna, á að vera: liggja oy fiim, og í seinasta crindi, öðru vísu- orði: lirópið, á að vera: hrápad.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.