Dvöl - 01.07.1938, Side 82

Dvöl - 01.07.1938, Side 82
240 D V Ö L Kímnisögur Trúboði nokkur dvaldi e:na nótt í gistihúsi, sem var svo yfirfullt af gest- um, að aðeins eitt herbergi var autt, en i Jiví fékkst cnginn til að sofa, sök- unr þess, hve þar átti að vera reimt. Það varð því úr, að trúboðinn svaf þar um nótt.'na. — Um morguninn spurðu hinir gestirnir hann, hvernig hann hefði sofið, og sagðist honum þá frá á þessa leið: „Ég svaf alveg ágætlega. Raunar varð ég þess var, einhverntíma kring- um miðnættið, að ég var ekki einn í herberginu, og litlu síðar kom hvít- klædd, draugaleg vera að rúmstokkn- um hjá mér. „Hver eruð þér?“ spurði ég, en fékk ekkert svar. „Nú, hver sem þér eruð kæri vinur“, sagði ég, „þá vona ég að þér leggið ofurlítið af mörkum til kristniboðsins í Kína, sem mjög þarf nú á fé að halda. En óðar en ég sleppti orðinu, var draugsi hlaupinn á dyr og ég varð ekki var við har.n, það sem eftir var nælur“. ** Leikstjórinn var að tilkynna kvik- myndastjömunni, að í næslu mynd yrði hún að síga í kaðli fram af þver- hníptu bjargi. „En ef kaðallinn slitn- ar nú, þegar ég er komin hálfa leið“, sagði stúlkan. Þá virtist rcnna upp nýtt ljós fyrir leikstjóranum, og hann svaraði hrifinn: „Ja-há, það væri hreint ekki svo vitlaust“. *« Frambjóðanda e'num var borið á brýn á fundi, að hann neyddi konu sína til þess að hafa sömu stjórnmála- skoðun og hann. Þessu svaraði fram- bjóðandinn þannig: „í fj'rsta lagi hefi ég aldrei reynt að hafa áhrif á skoðanir konu minn- !ar; í öðru lagi hefi ég aldrei talað um stjórnmál við hana; í þriðja, lagi liefir hún ekkert vit á stjórnmálum og minn- ist aldrei á þau; og í fjórða lagi á ég alls enga konu“. ** „Ég verð þá vist að taka hlutina hægt og rólega, eins og þeir liggja fyrir“, sagði innbrotsþjófurinn, þegar læknirinn ráðlagði honum að hafa hægt um sig vegna heilsunnar. • • JSifjinmaðurinn: „Þú ert víst orðin leið á mér. Þú segir aldrei „góði minn“ við mig, eins og konur annara marna gera“. Eiginkonan: „Se'gja þær það?“ ** Konan: „Ég þarf að tala við þig um ýmislegt viðvikjandi því, sem okkur vantar til heimilisins“. Madurinn: „Nú, og hvað er það?“' fionan: „Ja, fyrst og fremst vantar okkur nú nýjan kjól“. ** ,Fní A.: „IJvað á ég að gera til þess að maðurinn minn sé heima á nótt- unni?“ Frú B.: „Koma sjálf ekki heim fyr en undir morgun“. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Vigfús Guðmundsson. Víkingsprent h.f.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.