Dvöl - 01.01.1941, Side 12

Dvöl - 01.01.1941, Side 12
6 D VÖL viðkvæmni; hatur, samúð og kær- leikur — allar þessar tilfinningar toguðust á í hjarta hennar og háðu tryllta baráttu. Mannfjöldinn kraup á kné. „Jesús, Jesús,“ hrópaði Zia Bat- óra og huldi andlitið í höndum sér. „Heilaga guðsmóðir, miskunna þú mér, miskunna þú mér.“ Hún fann augu dóttur sinnar hvíla á sér og var lostin ósegjan- legum harmi. Hana sárlangaði til þess að kyssa kinnar dóttur-dótt- ur sinnar, og á sama augnabliki greip hana löngun til að reka höf- uð barnsins í steinvegginn. Sadurra hafði auðsjáanlega komið með það í þeim tilgangi, að róta upp í gömlum glæðum, og óvinir henn- ar hugsað um þá auðmýkingu, er hún yrði að þola með ánægjubros á vör! „Heilaga guðsmóðir." Þetta var sálarkvöl! Ætlaði guðsþjónustan aldrei að enda. Óttablandin for- vitni læsti sig um hug hvers manns. Konur urðu örmagna af hitasvækju og þreytu. Gamanleik- ararnir og götusalarnir höfðu meira að segja ruðst inn í kirkjuna. Ziu Batóru lá við köfnun undir þunga hattinum sínum og löngu, dökku slæðunni. Hún varð þess vör, að henni var ýtt alveg að bekknum, sem Sadurra stóð á. Geðshræring hennar fór vaxandi vegna óttans við hið yfirnáttúr- lega. Hún var sannfærð um, að allir umhverfis hana veittu því at- hygli, að hún titraði. Loks heyrðist lágt hljóð frá mannfjöldanum. Stúlkan, sem haldin var illum anda, var leidd inn, og Zia Batóra sá henni bregða fyrir. Litli, magri líkaminn var klæddur í alsvört föt. Á augu hennar sló einhverjum annarleg- um, hörðum blæ, og af þeim staf- aði ónáttúrlegri birtu. Stúlkan var bundin, en hún gerði enga til- raun til að veita viðnám, og ekk- ert hljóð heyrðist frá henni. Þegar lokið var andasæringun- um og róðukrossinn var borinn til hennar, til þess að hún kyssti hann, hljómaði um kirkjuna níst- andi óp, sem virtist koma frá illa andanum í stúlkunni. Allir urðu náfölir og héldu niðri í sér and- anum. Stúlkan sló til róðukross- ins og hrækti á hann og þuldi ógreinilegar bölbænir fyrir munni sér án afláts. Við altarisgrindurnar lá kona á bæn. Það var móðir stúlkunnar. Það mátti greinilega heyra þung- an ekka og krampakenndan grát hennar. Skyndilega fann Batóra, að mildin var að ná tökum á hjarta hennar, og hún fann til ó- venjulegrar samúðarkenndar í brjósti sér til hinnar sárhryggu og sorgbitnu móður. Mannfjöldinn, sem hafði jafn- að sig eftir hræðsluna, var nú ekki lengur þögull, og ósamkynja kliður bergmálaði og endurómaði frá veggjum kirkjunnar. Þegar hávaðinn óx, fannst Batóru hún allt í einu heyra kallað nafn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.