Dvöl - 01.01.1941, Page 15
Enn er mér þrusk í þurrum víðigreinum
sem þeysi vopnað lið —
um tunglskinsnætur töfrast fram á steinum
sem týndra sverða ryð.
Þú, systir, manstu, er mosar tóku að gróa,
— hin miklu, þráðu vetrarlok,
er jökulslakkinn varð að fífuflóa
með fjallastör og rauðabrok?
Og manstu, er augum sínum litblóm luku
í ljósið allt í kring,
og hversu varkárt vorsins fingur struku
um víðikjörr og lyng?
Að sjá það gróa í sól og aldafriði!
Þú, systir, manstu hvern þann dag
og hverja nótt? í lofti, vatni og viði
hóf vökult líf sitt fagra lag.
í morguneimi yfir ströndum fláum,
við ungra vængja gný,
reis draumur landsins móti himni háum
sem hvítt og fagurt ský.
*tÍ; ' '
En mitt í vorsins önn á einum degi
í okkar þögla helgiseið
er sveittum hestum hleypt um langa vegi
á hatursfullri eftirreið, —
vort grjót og mosi lostið hörðum hófum
við hróp og vopnaklið,