Dvöl - 01.01.1941, Page 19

Dvöl - 01.01.1941, Page 19
DVÖL 13 mörgum smátjörnum. Fram úr jökuluröinni falla ótal lækir og kvíslar, sem safnast saman fyrir ofan jökulgarðinn og brjóta í hann skörð á nokkrum stöðum og falla síðan niður á sléttuna fyrir framan hann. Garðurinn er dálítið mishár, vestast er hann 2—3 metrar, en er lengstum nálægt 10 metra hár, en lækkar á ný austan til. Leið okkar lá eftir garðinum og framan í hon- um. Hann myndar nálega einu greiðu leiðina þarna austur með jöklinum, því að enn mun jökul- urðin sjálf lítt fær með hesta, og sléttan framundan er næsta tor- fær fyrir bleytu sakir. Óvíða hittast skarpari andstæður en við þenna gamla jökulgarð. Inn- an við hann liggur ördeyða jökuls- ins og urðin nýja, þar sem enn sést varla stingandi strá. í dældinni ofan við hann eru að vísu nokkrir gróðurtoppar af narfagrasi, ein- hneppu og rauðstör, sem oftast eru meðal hinna fyrstu brautryðjenda gróðurs á úrsvölum jökulleirum. En framan í garðinum í brekku þeirri, er frá veit jökli, en blasir við sólu, er gróður svo stórvaxinn og fríður sem komið væri í vel rækt- aðan skrúðgarð. Þar eru hnéhá kjörr gulvíðis og loðvíðis, mittis- til axlarhá hvannstóö, en mesta furðu vekja þó burnirótarbreið- urnar. Burnin þekur þarna brekkur og bolla hnéhá og víða svo þétt- vaxin að varla kemst þar annar gróður að. Hún var um þessar mundir hvarvetna í blóma, og vörp- uðu gulir blómsveipar hennar ljóma á umhverfið. Auk þessara tegunda vex þar gnótt af smjörgrasi, barna- rót, fíflum, geldingahnappi og ljós- bera. Allur hefði þessi gróður, sakir litauðgi sinnar og þroska, sómt sér hið bezta undir suðrænni sól, en hér óx hann samt í örskotshelgi jökla og auðnar. Það væri hollt hverjum þeim, sem vantrú kynni að hafa á gróðurmætti islenzkrar moldar, að litast um í blómstóðun- um undir Arnarfelli. Allvíða er garðurinn og gróðurbreiðurnar slit- in sundur, þar sem jökulkvíslarnar hafa rutt sér braut. Alls töldust mér þær vera rúmlega 10, en vera má, að einhverjar hafi fallið úr. Fáar þeirra eru torveldar yfirferð- ar, en tefja þó nokkuð förina. í miðjum Múlunum riðum við allt í einu fram á tjald, sem stóð þar í laut, umgirt hávöxnu hvann- stóði. Þar bjuggu tveir mæðiveiki- varðmenn, þeir Ólafur frá Skriðu- felli og Sigurður á Ásólfsstöðum. Bar það jafnt að, að við stigum af baki við tjaldið og steypiskúr dundi úr lofti. Tóku tjaldbúar okkur með virktum og buðu okkur í skjólið og brátt fór að hvína í prímusnum undir kaffikatlinum. LeiÖ tíminn fljótt við skraf og skemmtan, og pað, sem bezt var, að þegar við höfðum drukkið kaffið, létti skúr- inni, og sólin skein á ný í heiði. En því urðum við að heita að koma við í tjaldinu, er við héldum heim um kvöldið, og var það auðsótt mál. Skammt austan við endann á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.