Dvöl - 01.01.1941, Side 23

Dvöl - 01.01.1941, Side 23
morguninn á lágri melöldu.' Sagði Ólafur á Skriðufelli okkur, að það væri gömul gæsarétt, en ekki úti- legumannabústaður, sem okkur flaug þó fyrst í hug. Gæsarétt þessi reyndist að vera kvíar, hlaðnar úr grjóti, á að gizka 8 metra langar og 1—2 metra breiðar, en voru nú mjög samanhrundar og sandorpn- ar. Hafa byggðamenn fyrrum farið til gæsaveiða upp undir Hofsjökul, meðan gæsirnar voru í sárum, og smalað þeim til slátrunar í kvíar þessar. Sem betur fer er sú veiði- aðferð löngu niður lögð. Daginn eftir lágum við um kyrrt • i Nauthaga, og notaði ég tímann til að skoða svo mikið sem mér var unnt af sléttunum niður með Miklukvísl. Heitir þar Illaver, og mun það draga nafn af því, hversu illt er þar yfirferðar fyrir bleytu sakir. Hefi ég þegar lýst flesjum þessum. En ekki get ég skilizt svo við þessa frásögn,að getaekkiNaut- hagans að nokkru. Haginn er dá- lítill gróðurblettur, efst í gróður- flesjunum á austurbakka Miklu- kvíslar. í honum miðjum eru heit- ar uppsprettur. Taldi ég þar alls 20 uppsprettuaugu, og var hitinn í þeim 22—45° C. Vatnið úr þeim fellur saman í dálítinn volgan læk, er rennur í Miklukvísl. Á lækjar- bökkunum eru hvannstóð og fjöl- skrúðugur gróður grasa og blóm- jurta, en gulstararengi, er fjær dregur laugunum, svo grösug, að það jafnast á við hin frjóustu engi í sveitum landsins. Úti í gulstarar- mýrinni eru einnig volgrur á nokkr- um stöðum, og sennilega nýtur jarðhita um allan Nauthagann, því að í jöðrum hans verða mjög snögg gróðurskipti. Taka þá við venju- legar öræfamýrar og flóar, með klófífu og hengistör, eða mosa- þembur. Á tanga, sem skagar út í laugalækinn, var álftadyngja. Þar höfðu hjónin, sem áður er getið, orpið. í dyngjunni lágu tvö fúlegg. Reyndist það og svo, að af öllum þeim álftahjónum, sem á leið minni urðu í þessu ferðalagi neðan frá byggðum, sá ég engin með fleiri en tvo unga og mörg með aðeins einn. Virðist svo sem vorið hafi verið álftunum harla óhagstætt. Miðvikudagsmorguninn 24. júlí lögðum við af stað frá Nauthaga vestur undir Kerlingarfjöll. Sól skein þar uppi við jökulinn, en í suðri og austri voru kolsvartir skýjaflókar og skúraþykkni, sem stöðugt færðust nær okkur og huldu útsýn til suðurs. Meðan við héldum vestur eftir Blautukvíslar- eyrum þyngdi stöðugt í lofti, en svo lengi sem við sáum til Arnarfelis skein sól á tind þess. En brátt var það komið í hvarf, og skömmu síð- ar skall regnið yfir okkur í almætti sínu. Við hröðuðum ferð okkar sem mest við máttum, en þakklátir vorum við í huga fyrir það, að hafa í þessu regn- og rosasumri þó notið góðviðris og blíðu undir Arnarfelli hinu mikla.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.