Dvöl - 01.01.1941, Page 26

Dvöl - 01.01.1941, Page 26
20 DVÖL ar. Hann stendur fyrir utan kaffi- hús, kaffihús æskuáranna með bogadregnu gluggunum. Ljósglætu leggur, hlýlega og föla, í gegnum þykk gluggatjöldin; hljóðfæraslátt- urinn heyrðist greinilega, djúpir og magnþrungnir tónar, sem laða og seiða, það er fjör og lyfting og hrifning í laginu. Hann þekkir það ekki; það er eitt af þessum nýju dægurlögum frá Þýzkalandi eða Vesturheimi, eitt af þeim, sem fara sigurför um heiminn, ásamt vélum, blámannadansi og tækni. Hann lýkur hurðinni upp og fer inn. Glaumurinn berst á móti hon- um í anddyrinu, samruni af hljóð- færaleik og mannamáli, glasa- glamri, hlátri og sköllum. Hann fetar inn I salinn og ylurinn læsist um hann, þungur og svæfandi; mekkir af tóbaksreyk og svækja. Það er áliðið kvölds og hver stóll setinn. Hann smokrar sér milli borðanna; fólk lítur upp, rauð og heit karlmannsandlit, hlæjandi kvenandlit; augun vega hann og meta, hvarfla frá honum eða blína kaldranalega á hann, líkt og þau sjái ekki. Honum hitnar öllum; innihlýjan, skvaldrið, allt þetta fólk, þessi snöggu umskipti frá kuldanum og einverunni úti, allt þetta hitar honum i hamsi og örv- ar hjartsláttinn. Hann hlýtur að vera ákaflega rjóður í andliti — og allt I einu sér hann stúlku, sem horfir á hann, hiklaust og ódulið, já, þið vitið sjálf, hvernig það er, þegar maður sér að óvörum inn í heim ókunnugrar sálar. Hann finn- ur til tómleika í barmi sér, honum er þungt um andardráttinn, hann flýtir sér lengra og finnur borð, þar sem hann getur setið í hléi og horft á hana; hún er dökkhærð og svartbrýnd og með sæljónsskinn um hálsinn — nú lítur hún burt, hún fer að tala við vinkonu sína, ber ótt á, ákaflega ótt; þær sitja við borð með manni, sem honum finnst hann kannast við, ætli hann hafi ekki séð hann við fyrirlestr- ana fyrir mörgum árum? Hann sezt við borðið; þjónninn kemur; hann biður um kaffi og brauð. Hann biður ósjálfrátt um þetta. Um það báðu þeir, þegar þeir sátu hér, vinirnir, kvöld eftir kvöld, og bækumar lágu galopnar heima, oftast sömu opnurnar, sem við manni blöstu. Þannig gekk það hjá honum og sjálfsagt hinum líka. Hér sátu þeir, þjónunum til hrell- ingar; þeir fengu þjórfé af skorn- um skammti og voru áreiðanlega fullir óbeitar á slíkri leti, þvílíku virðingarleysi á dýrmæti tímans; þessir menn höfðu ekki efni á kaffihúsasetum, það sást gerla á klæðaburði þeirra, því, sem þeir drukku, þeim eilífðartíma, sem þeir hengu yfir einum kaffibolla og vindli. Ójá, þegar maður var ungur og gekk í vímu og sökkti sér niður í dáðlausa drauma, gaf sig á vald þeim freistandi hneigðum, sem læs- ast um mann í uppljómuðum salar- kynnum, þar sem fólkið situr í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.