Dvöl - 01.01.1941, Side 28
22
DVÖL
Hann þolir ekki að sjá þetta fólk;
sú var tíðin, að hann hefði glaðzt
yfir því, hversu tilbreytingaríkt og
margbreytilegt mannlífið er, en í
kvöld er hann ekki í skapi til þess.
Hver ræður sínum hugrenningum?
Hvers vegna detta honum í hug
Húnarnir í Róm, þessir tatarar á
hestbaki, sem sigruðu alla, mat-
gráðugir og þrekmiklir, fífldjarfir
og sundurþykkir, hvernig þeir tóku
sér bólfestu í höfuðborg Rómverj-
anna, átu mat þeirra, höfðu gaman
kvenna þeirra, keyptu sér klæðnaði
þeirra og tömdu sér háttsemi þeirra
og látæði, en gátu ekki öðlazt yfir-
bragð þeirra, hugsunarhátt þeirra,
ættarmót og þúsund ára gamla
þjóðmenningu. Hefir ekki hver öld
sína Húna, sem liggja 1 launsátri og
leita lags að geisa fram og hremma
lífsgæðin? Bíða færis. Eftir tvær
kynslóðir eiga niðjar þeirra ef til
vill bæði sögu og erfðamenningu.
Sú svarthærða situr frammi í
salnum og snýr baki við honum;
annað veifið litur hún við og skotr-
ar til hans augum, og beri svo til
að augu þeirra mætist, litur hún
undan og ókyrrist eða fer að tala
við vinstúlku sína, skyndilega og
af óeðlilegum ákafa; undarlegt,
hve manneskjan gætir þess lítt að
dylja tilfinningar sínar! Hefir hann
séð hana áður? Honum finnst hann
kannast við hana; nei, nú man
hann það: hún er lík stúlku, sem
hann þekkir. Andlit hennar vekur
hjá honum endurminningar, óljós-
ar og samanslungnar. Hann getur
ekki áttað sig á þessu. Það er ein-
mitt þessi ákafi, sem orkar á hann,
lamar hann og leggur hann í
dróma, kippir jörðinni undan fót-
unurn á honum og grípur hann
heljartaki fyrir bringspalirnar. En
hún — hún er reyndar gripin sömu
órónni og hann; hann sér það í
augum hennar, á höndunum, sem
strjúka kjólinn gegn vilja hennar,
færa bollann, taka upp í hárið í
hvert skipti, sem hún hvarflar und-
an augnatilliti hans. Svífa líka að
henni gamlar endurminningar, eða
er óró hennar aðeins endurkast frá
honum, sefjun, bál, sem flugneisti
hefir tendrað í eldfimri sál? Það er
eitthvað til, sem kalla mætti sam-
sömun sálnanna, forlög, að mæta
sköpum sínum. Þvættingur, Har-
aldur Sveinsson, sköpum þínum
mætir þú ekki, þau læðast aftan að
þér, þau koma eins og þjófur á
nóttu, þú ert fangaður og fjötrað-
ur, áður en þú gefur því gaum. Og
Haraldur Sveinsson tæmir kaffi-
bollann og hellir í hann dreggjun-
um úr könnunni.
Það verður heitara og heitara
inni, andrúmsloftið þyngra; fólk
kemur og fer, það er troðningur og
mannþröng, svo að hér er illa vært.
Þarna kemur fólk, sem hann þekk-
ir frá fyrri tímum, maður með konu
sína og son, gott fólk eins og það er
kallað; þau reka verzlun í Ryes-
götu og hafa miklar tekjur; klæðn-
aður þeirra er heldur íburðarmeiri
en áður, en þau velja sér sæti á
sama stað og fyrr, drekka sams