Dvöl - 01.01.1941, Side 28

Dvöl - 01.01.1941, Side 28
22 DVÖL Hann þolir ekki að sjá þetta fólk; sú var tíðin, að hann hefði glaðzt yfir því, hversu tilbreytingaríkt og margbreytilegt mannlífið er, en í kvöld er hann ekki í skapi til þess. Hver ræður sínum hugrenningum? Hvers vegna detta honum í hug Húnarnir í Róm, þessir tatarar á hestbaki, sem sigruðu alla, mat- gráðugir og þrekmiklir, fífldjarfir og sundurþykkir, hvernig þeir tóku sér bólfestu í höfuðborg Rómverj- anna, átu mat þeirra, höfðu gaman kvenna þeirra, keyptu sér klæðnaði þeirra og tömdu sér háttsemi þeirra og látæði, en gátu ekki öðlazt yfir- bragð þeirra, hugsunarhátt þeirra, ættarmót og þúsund ára gamla þjóðmenningu. Hefir ekki hver öld sína Húna, sem liggja 1 launsátri og leita lags að geisa fram og hremma lífsgæðin? Bíða færis. Eftir tvær kynslóðir eiga niðjar þeirra ef til vill bæði sögu og erfðamenningu. Sú svarthærða situr frammi í salnum og snýr baki við honum; annað veifið litur hún við og skotr- ar til hans augum, og beri svo til að augu þeirra mætist, litur hún undan og ókyrrist eða fer að tala við vinstúlku sína, skyndilega og af óeðlilegum ákafa; undarlegt, hve manneskjan gætir þess lítt að dylja tilfinningar sínar! Hefir hann séð hana áður? Honum finnst hann kannast við hana; nei, nú man hann það: hún er lík stúlku, sem hann þekkir. Andlit hennar vekur hjá honum endurminningar, óljós- ar og samanslungnar. Hann getur ekki áttað sig á þessu. Það er ein- mitt þessi ákafi, sem orkar á hann, lamar hann og leggur hann í dróma, kippir jörðinni undan fót- unurn á honum og grípur hann heljartaki fyrir bringspalirnar. En hún — hún er reyndar gripin sömu órónni og hann; hann sér það í augum hennar, á höndunum, sem strjúka kjólinn gegn vilja hennar, færa bollann, taka upp í hárið í hvert skipti, sem hún hvarflar und- an augnatilliti hans. Svífa líka að henni gamlar endurminningar, eða er óró hennar aðeins endurkast frá honum, sefjun, bál, sem flugneisti hefir tendrað í eldfimri sál? Það er eitthvað til, sem kalla mætti sam- sömun sálnanna, forlög, að mæta sköpum sínum. Þvættingur, Har- aldur Sveinsson, sköpum þínum mætir þú ekki, þau læðast aftan að þér, þau koma eins og þjófur á nóttu, þú ert fangaður og fjötrað- ur, áður en þú gefur því gaum. Og Haraldur Sveinsson tæmir kaffi- bollann og hellir í hann dreggjun- um úr könnunni. Það verður heitara og heitara inni, andrúmsloftið þyngra; fólk kemur og fer, það er troðningur og mannþröng, svo að hér er illa vært. Þarna kemur fólk, sem hann þekk- ir frá fyrri tímum, maður með konu sína og son, gott fólk eins og það er kallað; þau reka verzlun í Ryes- götu og hafa miklar tekjur; klæðn- aður þeirra er heldur íburðarmeiri en áður, en þau velja sér sæti á sama stað og fyrr, drekka sams
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.