Dvöl - 01.01.1941, Page 32
2«
DVÖL
Trjárækt niiihveríl§ hú§ og hæl
Eftir llákon Efarnnson, «ikógræktart>tj6ra
Inngangsorð.
Glöggt er gestsaugað, segir mál-
tækið. Af hinum fyrstu kynnum
mynda flestir sér álit á þeim mönn-
um, sem á vegi þeirra verða, álit
eða skoðun, sem seint fyrnist og
lengi eimir eftir af. Þegar komið er
í hlað á bæ í fyrsta sinni, má mjög
oft marka híbýlaprýði og heimilis-
háttu alla á því, hversu umhorfs
er umhverfis bæinn. Að minnsta
kosti bregzt það aldrei, að þar sem
umgengni utan húss er góð, búa
þrifnaðarmenn. Þar sem húsfreyj-
an stendur bóndanum framar að
þrifnaði og hirðusemi, getur um-
gengni innan húss verið ágæt, þótt
ábótavant sé utan dyra.
Því miður verðum við íslending-
ar að játa, að umgengni utan húss
sé yfirleitt mjög ábótavant meðal
okkar. En það er athyglisvert, að
þetta stafar miklu fremur. af göml-
um óvana heldur en af þvi, að
menn skorti getu til þess að bæta
úr, ef þeir aðeins gerðu sér Ijóst,
hvemig betur mætti fara. Það er
kunnara en frá þurfi að segja, að
einstöku þrifnaðar- og hirðumenn
geta með góðu fordæmi valdið því,
að umgengni utan húss breytist
mjög til batnaðar á skömmum tíma
í heilum byggðarlögum. Á ferðum
mínum um landið hefi ég séð jafn-
bezta og snyrtilegasta umgengni í
Landsveit í Rangárvallasýslu. Víða
annars staðar er umgengni mjög
sæmileg, en svo eru heil byggðar-
lög, þar sem allt er í svaði og for,
nema í stórþurrkatíð. Sums staðar,
eins og til dæmis í lágsveitum Suð-
urlands, getur verið allerfitt að
ráða bót á þessu. En mjög víða er
það svo, að bæjarstéttir eru allt of
litlar og stundum svo sokknar í
jörðu, að aðeins er hálft gagn að
þeim. Því miður er allt of fátítt
að bera möl og grjót ofan í tíðförn-
ustu gangvegi við húsin, en það
myndi spara húsmæðrunum marg-
falt meira erfiði heldur en bónd-
inn hefði af að köma verki þessu
I framkvæmd. Svo er það og, að
allt of víða er fjóshaugum komið
fyrir nálægt íbúðarhúsum, og er
það megnasti óþrifnaður. Þessi
leiði siður er nú að hverfa, um leið
og haughús eru reist. f þessu sam-
bandi mætti minna á, hvernig
steyptum forum er fyrir komið
sums staðar. Sakir þess, hvernig
legu mjög margra bæja er háttað,
að landinu hallar suður af bænum,
hafa margir orðið að steypa forar-
þrær beint framan við bæinn.
Þetta þarf ekki að koma að sök,
ef vel er frá öllu gengið, og þrærn-
ar eru þéttar og lokaðar, En ýmsir