Dvöl - 01.01.1941, Síða 40

Dvöl - 01.01.1941, Síða 40
34 DVÖL margt ef til vill gleymzt, og bið ég velviröingar á því. Að lokum vil ég aðeins fara nokkrum orðum um það, hvers vegna mér fyndist æskilegt, að trjálundir risu upp við alla þá bæi á landinu, sem nokkur kostur er á að rækta tré við. Af kynningu minni við þær konur og þá menn, sem komið hafa upp snotrum lund- um við heimili sín, veit ég með vissu, að þau hafa öll talið það hinar ánægjulegustu stundir sín- ar, er þau unnu að því að koma görðunum upp, jafnvel þótt sumar þessara stunda hafi verið teknar af nauðsynlegum svefntíma um há- sláttinn. Trén hafa orðið ástvinir þeirra, og þau hafa bundið tryggðir við þau. Og trjálundirnir hafa líka náð tökum á unglingum þeim, sem aldir hafa verið upp á heimilunum, og bundið þá fastar við staðinn en annars hefði orðið. Og þetta er engin tilviljun, því að þar sem þróttmikil tré vaxa, er miklu meira líf yfir náttúrunni heldur en á berangri. Tilbreyting- in er langtum meiri í návist trjánna en annars staðar. Hinn hávaxni gróður vekur lotningu manna og hefur huga þeirra yfir arg og þras, og hann ljær mönnum hvíld og lætur þá gleyma daglegu striti og það veitir, að fylgjast meö vexti trjánna frá því að þau vaxa upp af örlitlu fræi, mynda fyrstu blöð- in og teygja veikan kollinn móti ljósi og yl sólar; ánægjan við að sjá þau breiða úr ljósgrænum blöðum sínum á hverju vori og bæta sífellt við sig nýjum blöðum og greinum og teygja sig æ hærra og hærra. Og á fáum árum eru þessar örsmáu plöntur orðnar að mannhæðarhá- um trjám. En vöxtur þeirra og þroski heldur stöðugt áfram, og þau keppast við að vaxa og teygja úr sér, og einn 'góðan veðurdag taka menn eftir því, að þessi tré eru farin að bera fræ og geta af- kvæmi. Og samt halda þau sífellt áfram að stækka og þroskast, eftir því sem árin líða. Þegar stormar geisa, er gott að hafa skjól af trjánum og heyra, hvernig stormurinn vekur gleði- þyt. Þá er eins og að trén bregði á leik og allt iði af fjöri og lífi. Þá er og unaðslegt að virða fyrir sér litaskraut haustsins, er hver dagurinn er öðrum ólíkur. Björkin gulnar, en reynirinn roðnar, og rauðir berjaklasar þyngja greinar hans. Svo þegar laufið er fallið, er eins og allt verði autt og tómt. En þegar fyrsti lognsnjórinn sezt á trjágreinarnar, opnast fyrir manni nýir undraheimar, með ótal myndum og fögru skrúði. Og á næsta vori, þegar brumin fara að þrútna og græn blöðin að gægjast út, til þess að sjá, hvort sér muni vera óhætt að fagna nýju sumri, færist nýtt líf í allt, og menn taka vonglaðir mót sumri og hækkandi sól. Slík ánægja sem þessi verður aldrei metin til fjár. En hana geta margir öðlazt með litlum tilkostn- *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.