Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 44

Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 44
38 DVÖL „Jú-jú“, sagði ég. „Drottinn og hópar af rauðum hundum í Chi- cago“. Daginn eftir kom lögfræðingur- inn til bæjarins. Það var á þriðju- degi. Réttarhöldin áttu að hefjast næsta mánudag. Það fyrsta, sem hann gerði, var að biðja um frest. Þeir gáfu honum frest einn dag í viðbót, frest til þriðjudags. Hann var lítill, sköllóttur náungi og hét Donovan. Hann hafði borg- arbrag á sér. Enginn hafði hann í hávegum í Warrenstown. Fyrsta deginum eyddi hann við að tala við Skarða I klefanum. Síðan fór hann til Tallulah og var þar í tvo daga og kom aftur á föstudags- kvöld. Eftir það var hann í her- berginu sínu I gistihúsinu mestall- an tímann. Öðru hvoru kom hann samt til að tala við Skarða. Þeir sátu þá saman á fletinu og töluð- ust við lágt og rólega, eins og þeir væru bræður. Einu sinni borðaði hann meira að segja með negran- um. Þriðjudagurinn var merkisdagur í Warrenstown. Það var ekkert kennt í skólanum, og það voru víst ekki nema sex búðir opnar í öllum bænum. Strax klukkan fimm um morguninn safnaðist fólkið í hópa og beið fyrir utan dómshúsið. Þeg- ar ég opnaði dyrnar klukkan 9, hélt ég, að það ætlaði að gera út af við mig. Það þjösnaðist áfram eins og gripahjörð. Og það var ekki þar með búið. Fólkið flykktist að úr öll- um áttum utan úr sveitunum. Það kom jafnvel sérstök fólksbifreið frá Tallulah. Ég býst við, að það hafi verið einhver mesti dagur, sem hér eru dæmi um. Á mínútunni klukkan tíu kom Vickens dómari og barði í borðið, til þess að lægja hávaðann. Það varð dauðaþögn, eins og allir hefðu misst málið á einu augnabliki. Að- eins einn náungi aftan til í salnum hafði ekki heyrt þagnarmerkið. Hann hló lengst niðri í maga. Það hljómaði skrítilega þarna í kyrrð- inni, og allir fóru að hlæja að honum. Dómarinn varð að berja í borðið aftur. Ég hefi aldrei séð svo fullan sal á æfi minni. Warrenstown-dóm- húsið er nú ekki ýkja stórt, en það hljóta að hafa verið um þúsund manns í því. Fólkið þjappaði sér þétt saman á bekkjunum uppi á efstu röð. Aftan til hafði hópur manna smeygt sér inn fyrir dyrnar. Þeir voru allir berhöfðaðir eins og þeir væru við altarisgöngu. Allir gluggarnir voru opnir og fjórir til fimm náungar sátu í hverri glugga- kistu. Allir voru glaðlegir á svipinn, eins og þeir væru að bíða eftir góðri kvikmynd. Hamarshöggin táknuðu það sama og þegar ljósin eru slökkt. Eftir þriðja höggið hóf dómarinn mál sitt, og þá byrjaði leikurinn. Fyrst stóð Matt Harris upp. Það var heitt í veðri og svitaþefur í salnum. Áður en Matt hóf mál sitt, bað hann dómarann um leyfi til að fara úr jakkanum. Dómarinn leyfði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.