Dvöl - 01.01.1941, Side 48

Dvöl - 01.01.1941, Side 48
42 DVÖL „Hvert?“ spurði ég. „Við ætlum bara að taka okkur svolitla ferð á hendur,“ sagði hann. Ég þagði. Mel var að föndra við bjórflöskuna. „Fara í smáferð með negra, sem. er með skarð í vöruna.“ „Það er ekki sæmandi fyrir mann í minni stöðu,“ sagði ég. „Ekki það? Ég hefi einmitt allt- af haldið, að þú vildir sjá um að réttlætið næði fram að ganga, Willy.“ Jæja, við þráttuðum um þetta í hálftíma eða lengur. Enginn mundi vita, að ég hefði verið þar, sagði hann, því að allir ættu að vera með grímur. Venjulegur strigapoki, með götum fyrir augun, myndi koma að fullu gagni. Hann sagði, að það væri ekki eins og verið væri að brjóta lögin. Við værum einskonar framherjar, sem framkvæmdum réttlætið og héldum uppi heiðri hvíta kynstofnsins. Eftir nokkra stund sá ég, að hann hafði á réttu að standa. Negrarnir í Warrens- town voru orðnir of uppvöðslu- samir, það þurfti að gefa þeim ráðningu. Ég sagði honum, að ég mundi koma með, aðeins til að líta eftir því, að allt færi fram með reglu. „En ég vil ekki hafa neinar kjaftasögur bendlaðar við mitt nafn,“ sagði ég. „Þér er óhætt að treysta mér, Willy,“ sagði Mel. Við tókumst hátíðlega í hendur upp á það. Síðan tókum við sinn whisky-pelann hvor og fórum af stað. Ég fór út um eldhúsdyrnar. Konan min hefði óskapazt, ef hún hefði vitað hvert ég ætlaði. Bifreiðin hans Mels stóð við hlið- ið. Ég settist upp í aftursætið. Það var niðamyrkur. Ég fann, að það var hrúga af pokum á gólfinu. Stuttu síðar kvaddi Mel konuna mína og kom út um framdyrnar. Ég veit ekki, hvað hann sagði henni um mig. Við fórum strax af stað. Við ók- um í gegnum Warrenstown og út á Baton Rouge-veg. Um það bil kíló- metra utan við bæjartakmörkin var rudd hliðarbraut til vinstri. Mel sneri inn á hana. Hann slökkti ljós- in og fór svo hægt, að við rétt að- eins mjökuðumst áfram. Brátt komum við að stórum akri. Vegur- inn lá í kringum akurinn, en ekki lengra. Þess vegna fór Mel svo hægt; hann var hræddur um að rekast á einhvern, sem væri að koma til baka. f fyrstu gat ég ekki áttað mig á því, hvar við vorum. Þetta var knattspyrnuvöllurinn, sem notaður var á sunnudögum. í einu horninu var stórt álmtré. Þar var annað markið. Mel stefndi beint á það. Þegar við nálguðumst, sá ég, að þar voru átta eða tlu bifreiðar fyrir. Þeim var öllum raðað við jaðar ak- ursins, úti við skóginn. Við gerðum eins. Síðan sátum við kyrrir og biðum. Öðru hvoru kom einn og einn bíll í viðbót. Það var hægt að heyra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.