Dvöl - 01.01.1941, Side 49

Dvöl - 01.01.1941, Side 49
D VÖL 43 urgið í vélinni, áður en þeir sneru af þjóðveginum; það mátti heyra til þeirra alla leiðina niður hliðar- brautina. Síðan komu þeir allt í einu út úr skóginum, eins og stór- eflis svartar pöddur, og hossuðust upp og niður í skorningunum. Enginn hreyfði sig úr sæti sínu. Hvergi var nokkurt hljóð að heyra, nema í bifreiðunum, sem voru að koma. Við Mel sátum kyrr- ir; Mel í bifreiðarstjórasætinu og ég í aftursætinu hjá pokahrúgunni. Öðru hvoru supum við á. Mel hellti í sig víninu. Hann varð fljótlega drukkinn. Ég fór að verða óþolinmóður. Mér var leitt og fötin loddu við mig. Whiskyið var afleitt. Mér lá við uppsölu. Mel lá í framsætinu og raulaði með sjálfum sér. Það hljóta að hafa verið framundir tuttugu bifreiðar, sem raðað var umhverfis akurinn, en það var farið að líta út fyrir, að ekkert mundi gerast. Þá heyrðist hurðarskellur. Hann hljómaði eins og smellur í keyri. hað var eins og allt kæmist á hreyfingu. Lítill maður kom þvert yfir akurinn. Hann var með poka yfir höfðinu, en ég gat ráðið það af göngulaginu, að það var Jed Skin- ner. „Þakka þér fyrir, Mel,“ sagði hann, þegar hann nálgaðist. „Allt tilbúið?“ hvíslaði Mel. „Já, allt tilbúið," sagði Jed. Rödd hans var hálfkæfð inni í pokanum. Hann rýndi forvitnislega inn í bak- sætið. „Ég hélt þú værir einn,“ sagði hann við Mel. „Allt í lagi,“ sagði Mel, „það er félagi minn.“ „Nú,“ sagði Jed. „Sæll bróðir. Gleður mig að þú komst með.“ Það var engu líkara en við værum í einhverju hófi. Jed fór aftur að bifreiðinni sinni. Það small í hurðinni. Vélin fór í gang með urgi og surgi og bifreiðin dragnaðist yfir akurinn. Tvær eða þrjár fóru á eftir. Mel sneri sinni við og bættist í lestina. Hinar voru allar kyrrar á sama stað. Það var eins og allir vissu, hvað þeir ættu að gera. Þegar við komum á þjóðveginn aftur, kveikti Mel ljósin. Það voru fimm kílómetrar að húsi negrans. Ekkert lá á og við ókum hægt. Bif- reiðarnar, sem á undan voru, fóru eins hægt og þær væru í líkfylgd. Því meir sem við nálguðumst á- kvörðunarstaðinn, því hræddari várð ég. Mel sat teinréttur í framsætinu; hann starði á veginn og sagði ekki orð alla leiðina. Ég fékk mér vænan whiskysopa. Við vorum ekki lengi. Við stað- næmdumst um það bil hundrað metra frá húsi negrans. Mennirnir voru að fara út úr hinum bifreið- unum. Þeir voru allir með hettur. Ég fékk Mel poka. Síðan setti ég annan á sjálfan mig og fór út. Við lögðum af stað ofan eftir veginum í einni röð og töluðum ekki orð. Það var ljós í kofanum. Sýnilegt, L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.