Dvöl - 01.01.1941, Page 50

Dvöl - 01.01.1941, Page 50
44 D VÖL að negrinn var enn á fótum. Hurð- in var lokuð, en tvær litlar glugga- holur voru hvor á sínum gafli kof- ans. Annar þeirra var opinn, hinn var lokaður, en það var hægt að sjá inn um gulleitt gerviglerið. Negrinn var einn. Hann sat undir olíulampa og var að lesa í taiblíunni, með höfuðið beygt yfir bókina, eins og hann ætti vont með að sjá letrið. Á borðinu var riffill í seilingarfjar- lægð. „Einhver hefir varað hann við,“ sagði Mel mjög lágt. „Það gerir ekkert til,“ sagði Jed. „Hann hefir sent konuna og börn- in í burtu. Bara hægara fyrir okk- ur.“ Við stóðum og hvísluðumst á í eina mínútu. Jed sagði, að við skyldum halda áfram, eins og ráð hefði verið fyrir gert, hann skyldi bara fara að bakdyrunum. „Hvern- ig veiztu, að hún er ólæst?“ sagði einhver. „Af því að það er engin hurð til að læsa,“ sagði Jed. Ég býst við, að hann hafi kynnt sér þetta áður. Hann tók af sér pokann og fékk Mel hann. Síðan náði hann sér í blýstöng. „Skilurðu allt?“ sagði hann og þrýsti handlegginn á Billy Bruce. Billy kinkaði kolli. Hann var ekki með poka. Hann var svo hvít- ur í andliti, að það sást jafnvel í dimmunni. Hann var unglingur. Við biðum í eina mínútu eða svo, svo að Jed ynnist tími til að koma aftur, ef eitthvað væri að. Ekkert kom fyrir. Loks hallaði Mel sér á- fram og hvíslaði í eyrað á Billy: „Allt í lagi.“ Stráksi fór upp að framdyrunum og barði. Við hinir skiptumst á um að horfa inn um gluggann. Þegar barið var, leit negrinn snögglega upp. Hann þreif byssuna og fór hægt fram að dyrunum. „Hver er þar?“ spurði hann. „Það er ég, Billy Bruce,“ kallaði stráksi. „Ég er með skilaboð til þín frá Mr. Donovan.“ „Já,“ sagði Skarði og dró seim- inn, „bíddu eitt augnablik.“ í einu vetfangi slengdi hann upp hurð- inni og beindi rifflinum að Billy. „Farðu burtu héðan, hvlti dreng- ur.“ Það var eins og orðin freyddu út um skarðið í vörinni. Billy hörfaði aftur á bak. En hann hélt áfram að tala. Hann vissi, að negrinn mundi ekki skjóta, nema hann væri nauðbeygður til þess. Á meðan sáum við Jed læðast gegnum bakherbergið. Hann var á sokkaleistunum. Hann var grímu- laus, svo að hann sæi betur. í hægri hendi hélt hann á stönginni og í vinstri á skammbyssu. Það var eins og til varúðar, ef negrinn skyldi heyra til hans. Skarði hafði ekki hugmynd um, að neinn væri fyrir aftan hann. Hann æpti að Billy og otaði rifflinum, eins og það væri byssustingur. Jed nálgaðist. Hann lyfti stönginni. Og síðan reið högg- ið af, og negrinn féll út um dyrnar, eins og mjölpoki. Um stund héldum við, að hann væri dauður. Hann lá flatur á mag-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.