Dvöl - 01.01.1941, Side 51

Dvöl - 01.01.1941, Side 51
D VÖL 45 anum og fæturnir sneru út, en ekki inn, eins og þeir hefðu átt að gera. Hann hélt ennþá um riffilinn. Það var stórt sár ofan á höfðinu; blóð- ið seytlaði ofan í hnakkagrófina. Jed tók um úlnliðinn. „Hverju vilj- ið þið veðja?“ sagði hann. Enginn svaraði. „Hann raknar við aftur,“ sagði Jed og sleppti honum. „Það þarf meira til að drepa negra.“ Við bárum hann að bifreiðunum. Hann var ekki þungur, en það var óþægilegt að bera hann, því að við vildum ekki ata fötin okkar út í blóði. Ég tók í annan hand- legginn, Mel tók í hinn og ein- hverjir aðrir tóku í fæturna. Þann- ig bárum við hann eins og hengi- rekkju. Höfuð hans hékk niður og straukst við jörðina, eins og háls- inn væri brotinn. Ég var feginn, er við komumst að bifreiðunum. Við létum hann á gólfið í bif- reiðinni hans Mels; það var elzti bíllinn. Mel andæfði þessu, en það var enginn tími til að jagast um það. Okkur var áríðandi að komast af stað, áður en einhver kæmi. Ég vafði nokkrum pokum um höfuðið á honum. Síðan settist ég fram í hjá Mel. Við ókum af stað. Það virtist eins og heil klukku- stund liði, áður en við ókum inn á akurinn aftur; ef til vill hafa það aðeins verið tiu mínútur. Á hliðar- brautinni heyrðum við skrokkinn á negranum hossast upp og niður i hvert sinn, sem við rákumst á ó- jöfnu. Ég leit eftir honum öðru hvoru. Hann hreyfði sig ekki alla leiðina. Meðan við vorum í burtu, höfðu hinir komið fyrir kaðli á stórri grein á álmtrénu. Við sáum þá undir eins og við komum inn á ak- urinn. Þeir stóðu í einum hóp. — Tunglið var í fyllingu, og þeir litu út eins og vofur með pokana á hausúnum. Það var bjart, næstum því sem dagur væri. Mel stöðvaði bifreiðina undir álmtrénu. Við drógum negrann út og lögðum hann hjá aurhlífinni. Hann var ennþá meðvitundarlaus. Einhver kom með benzínbrúsa og skvetti benzíninu yfir föt negrans. Allir stóðu hjá og horfðu á. Við vorum að bíða eftir því, að Skarði rakn- aði úr rotinu, svo að okkur veittist hægra að koma honum upp. Lyktin af benzíninu hlýtur að hafa hrifið. Áður en maðurinn var búinn að væta fötin hans, hreyfði negrinn annan fótinn dálítið. Síð- an stundi hann og lyfti sér lítils háttar. Hann hristi höfuðið og reyndi að nudda blóðið úr augun- um. Jed gekk til hans. „Líður þér betur, surtur?“ sagði hann. Negr- inn anzaði ekki. Hann hélt bara áfram að hrista höfuðið. „Jæja, piltar,“ sagði Jed og sneri sér til okkar hinna, „komið og hjálpið mér.“ Joe Wilson gekk til hans. Þeir tóku undir hendurnar á hon- um og lyftu honum á fætur. Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.