Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 56

Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 56
5Ö framan við það brann ljós milli blómvanda, sem færðir höfðu ver- ið hinum látna að gjöf. Yfir altar- inu hékk íburðarmikið líkneski af gyðju miskunnsemdarinnar. Hún var með mánabaug um höfuðið. Þegar pilturinn hafði matazt, mælti stúlkan: , Ég get ekki boðið þér gott rúm, og flugnahengið er úr pappír. í þessu rúmi er ég sjálf vön að sofa, en- í nótt hefi ég svo mörg- um störfum að gegna, að ég hefi ekki tíma til þess að leggja mig. Mig langar til að biðja þig að not- ast við þetta, því að ég get ekki veitt þér betri aðbúð.“ Honum skildist nú, að hún. bjó þarna alein, einhverra hluta vegna, og lét honum af fúsum vilja í té einu sængina með svona elskulegri viðbáru. Hann maldaði kurteislega í móinn og vildi ekki þekkjast svo öfgafulla gestrisni og kvaðst vel geta sofið einhvers staðar á gólf- inu; flugurnar kærði hann sig koll- óttan um. En stúlkan svaraði hon- um með myndugleika eldri systur, að hann yrði að fella sig við óskir hennar. Hún hefði raunverulega verk að vinna, og henni væri kært að fá að vera ein sem fyrst. Hún liti svo til, að hann væri maður kurteis, og hún vænti þess, að hann leyfði sér að haga öllu að geðþótta sínum. Við þessu gat hann engum andmælum hreyft, sængin var að- eins ein, og konan er drottning hússins. Hún breiddi nú dýnu á gólfið, sótti viðarkodda, festi upp flugnahengið og kom stórri renni- hlíf fyrir milli sængurinnar og alt- arisins. Síðan bauð hún honurn góða nótt á þann hátt, að hann skildi gerla, að nú vildi hún, að hanþ gengi til náða undir eins. Og það gerði hann, en nauðugur þó. Hann var í öngum sínum yfir því b VÖL ónæði, sem hann hafðl gert henni gegn vilja sínum. III. Ferðalanginum unga varð hvíld- in ljúf, þótt honum væri óljúft að níðast á góðsemi stúlkunnar. Hann hafði varla hallað höfðinu á við- arkoddann, þegar svefninn sigraði hann, svo úrvinda var hann af þreytu. En hann hafði skamma stund sofið, þegar hann hrökk upp við einhvern hávaða. Það var auð- heyranlega fótatak, þó ólíklegt því að gengið væri um með hægð. Fótatakið var hratt, næstum tryll- ingslegt. Honum datt 'í hug, að ræningjar hefðu brotizt inn í húsið. Nokkur ótti greip hann, einkum vegna stúlkunnar góðu, sem hafði auðsýnt honum svo mikla gestrisni. Dálitlar raufir, sem brúnt net var ofið í, ekki ólík- ar gluggum, voru á flugnaheng- inu. Hann skyggndist út um eina raufina, en sá ekkert, því að hina háu rennihlíf bar á milli hans og þess, sem á kreiki var fyrir fram- an. Honum flaug í hug að hrópa, en skildi jafn skjótt, að það var bæði gagnslaust og heimskulegt, ef hætta var á ferðum, að veita vitneskju um nærveru sína, áður en hann vissi, hverju fram var að vinda. Skarkalinn, sem olli geig hans, hélt áfram og varð dular- fyllri og ókennanlegri. Hann var við hinu versta búinn og ætlaði hik- laust að hætta lífi sínu til þess að verja hina ungu húsmóður, ef nauðsyn bæri til. Hann klæddi sig í skyndi, skreið ofur hljóðlega undir hengið og gægðist fram fyr- ir rennihlífina. Hann undraðist stórum það, sem hann sá. Fyrir framan uppljómað altarið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.