Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 59

Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 59
dvöl 63 konu bar að garði hans. Hún spurði eftir honum. Þjónarnir svöruðu henni illa, því að þeir héldu, að þetta væri aðeins beiningakona, svo fátækleg var hún til fara og hrörleg að vallarsýn. En hún mælti: „Ég get ekki borið erindi mitt upp við neinn nema herra ykkar sjálfan." Þá héldu þeir, að hún væri vitskert og lugu að henni: „Herra vor er ekki í Sei- kjó þessa dagana,“ sögðu þeir, >.og vér vitum ekki, hvenær hann kemur heim.“ En gamla konan kom aftur og aftur, dag eftir dag, viku eftir viku. Alltaf var einhverju skrökv- að að henni: „Hann er veikur í hag“, eða: „í dag á hann fjarska- iega annríkt," eða: „Það er gesta- boð hjá honum í dag, svo að hann getur ekki sinnt þér.“ Engu að síð- ur hélt hún uppteknum hætti og kom ávallt á sömu stundu á degi hverjum, og alltaf hafði hún með- ferðis böggul, vafinn í ósjálegar ornbúðir. Að lokum fannst þjónun- um réttast að segja herra sínum írá þessum heimsóknum. Þeir sögðu því við hann: „Það er gömul kona, sem vér höldum að sé betlari, við hallarhlið herra vors. Hún hef- ir komið að minnsta kosti fimmtíu sinnum og óskað þess að fá að tala við herra vorn og harðneitað að bera upp erindi sitt við oss. Vér höfum reynt að telja hana af bessu, því að oss virðist hún vera brjáluð, en hún kemur alltaf aft- Ur- Vér ákváðum þess vegna að Segja herra vorum frá þessu, svo að hann geti fyrirskipað oss, hvað gera skal eftirleiðis." Herra þeirra svaraði reiðilega: „Hvers vegna sagði enginn mér frá bessu fyrr.“ Svo fór hann sjálfur ’ft að hliðinu og talaði mjög vin- gjarnlega við konuna, því að hon- um var minnisstætt, hve fátækur hann sjálfur hafði verið, og spurði hvort hún vildi þiggja ölmusu. En hún kvaðst hvorki þurfa peninga né mat og baðst þess eins, að hann málaði fyrir sig mynd. Hann furðaði á bón hennar og bauð henni inn í hús sitt. í and- dyrinu kraup hún niður og tók að leysa hnútana af bögglinum, sem hún hafði meðferðis. Er hún hafði rakið umbúðirnar utan af honum, kom í ljós íburðarmikill og forn kvenbúningur úr ísaumuðu silki, bryddur gullleggingum, en snjáð- ur og upplitaður af elli og sliti — bersýnilega slitur af forkunnar fögrum dansmeyjarbúningi frá löngu liðnum árum. Þegar málarinn sá gömlu kon- una rekja sundur klæðin og reyna að slétta fellingarnar með skjálf- andi fingrum,vaknaði gömul endur. minning í huga hans. Hann mundi atvikin óljóst í fyrstu, en brátt svifu þau honum greinilega fyrir hugskotssjónum. Hann sá aftur í huga sér afskekkt heiðarbýli, þar sem hann naut þeirrar gestrisni, sem hann myndi aldrei geta laun- að til fullnustu, lítið herbergi, þar sem hann hvíldist, flugna- hengi úr pappír, ljós, sem logaði á altari Búddha, og ókunna, yndis- fagra mey, sem dansaði í næturr kyrrðinni. Gömlu konunni til mik- illar undrunar hneigði hann sig djúpt fyrir henni, hann, sem var tignaður af auðmönnum og höfð- ingjum. „Fyrirgefðu mér þá ó- svinnu að hafa gleymt þér eitt andartak. En það eru liðin fjöru- tíu ár síðan við sáumst. Nú þekki ég þig aftur. Ég gisti eitt sinn í húsi þínu, og þú lézt mér í té eina rúmið, sem þú áttir. Ég sá þig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.