Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 66

Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 66
60 nvöL verðinn, sat Nels í dagstofunni og reykti pípu sína. Mörgum sinnum hljóp Marjorie að opnum dyrun- um, til þess að líta sem snöggvast á manninn, sem hún ætlaði að giftast. Þegar máltíðin var fram- reidd, skipti Marjorie um kjól í flýti og kallaði á Nels. Nels geðj- aðist prýðilega að kvöldverðinum og framreiðslu hans. Marjorie var svo heitt, að hún gat ekki þolað að sitja með samanþrýst hné. Nels snæddi með ágætri matarlyst. Eftir að Marjorie hafði í skyndi borið matarleifarnar fram í eld- húsið, hafði hún kjólaskipti á ný og kom inn til Nels, þar sem hann sat við arininn. Þau sátu þögul, unz Marjorie sýndi honum mynda- hefti sitt. Hann horfði hljóður á ljósmyndirnar. Allt kvöldið sat hún og vonaði, að hann tæki hana bráðlega í faðm sinn og kyssti hana. Auðvit- að mundi hann gera það síðar, en hún óskaði, að það gerðist nú strax. Hann leit ekki við henni. Klukkan hálf ellefu vildi Nels ganga til náða. Marjorie spratt á fætur og hljóp upp í herbergi hans. — Hún lyfti upp hinum greniilmandi ábreiðum og jafnaði úr hrukkum svæflanna. Um leið og hún laut yfir rúmið lagði hún rjóðan vangann við mjúkt léreftið. Ef hún feldi sig nú í rúminu, og Nels fyndi hana, hvað myndi þá gerast? Hún sleit sig frá þessum hugsunum og fór aftur til Nels, er sat enn hljóður við arininn. Þegar Nels var kominn inn i herbergið sitt og hafði lokað dyr- unum á eftir sér, fór Marjorie inn í svefnherbergið. Hún settist í hægindastól og horfði út á vatnið. Eftir miðnætti reis hún á fætur og afklæddist. Áður en hún gekk til hvílu, læddist hún á tánum yf- ir aö dyrum Nels. Þar stóð hún kyrr um stund og hlustaði áköf. Hún barði hljóðlega að dyrum. Hann heyrði ekki til hennar. Hann svaf. Marjorie var vöknuð klukkan fimm. Nels kom fram í eldhúsið um sjöleytið, þar sem hún var í önnum við að framreiða morgun- verðinn. Hann var nýþveginn, og hún gat næstum því skynjað hið mikla afl líkama hans, er hún virti hann fyrir sér. „Góðan daginn,“ sagði hann. „Góðan daginn, Nels,“ endur- tók hún fljótmælt. Að lokinni tedrykkju sátu þau í dagstofunni, meðan Nels reykti pípu sína. Þegar hann hafði lokið því, reis hann á fætur. — Hann leit á úr sitt. Marjorie sat fyrir aftan hann og var órótt innan- brjósts. „Hvenær fer lestin til Boston?“ spurði hann. Hún stóð á öndinni, en leysti þó úr spurningu hans. „Viltu fylgja mér á járnbrautar- stöðina?" spurði hann. Hún lézt fús til þess. Marjorie hraðaði sér fram I eld- húsið, til þess að geta verið ein um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.