Dvöl - 01.01.1941, Side 68

Dvöl - 01.01.1941, Side 68
62 DVÖL / Ur gömlnm kvæðasyrpain V. Sigurður Péturssou 26. apríl 1759 — 6. apríl 1827 Tekið heíir sauian Sveinn í Dal Sigurðui- Pétursson er fæddur 26. aprll 1759 á Ketilsstöðum á Völlum. Var Pétur faðir hans sýslumaður í Múlasýslum, og svo var og Þorsteinn Sigurðsson, faðir hans. Móðir Sigurðar var Þórunn Guð- mundsdóttir, og var hún í þriðja lið af- komandi séra Stefáns skálds Ólafssonar í Vallanesi. Snemma fór Sigurður að sjá sig um i veröldinni. Þegar hann var níu ára að aldri, fór faðir hans með hann til Kaup- mannahafnar til lækninga. Fimmtán ára að aldri fór hann utan í annað sinn, þá til náms í Hróarskelduskóla. Eftir fimm ára nám þar lauk hann prófi með 1. einkunn. Þá hófst háskólanámið með laga- og málalestri, og lauk hann prófi í hvorutveggja með bezta vitnisburði níu árum síðar. Þó var hann ekki allan þann tíma við nám, því að hann var barna- kennari um nokkurt skeið hjá dönskum herramanni, Castenskjöld að nafni. Árið 1789, næsta ár eftir að hann lauk prófi, fékk Sigurður Kjósarsýslu. Var hann fyrsta árið til heimilis í Brautarholti á Kjalarnesi hjá fyrirrennara sínum í emb- ættinu, Vigfúsi Thorarensen, og þar urðu fyrstu kynni hans af Bjarna skáldi, sem þá er þriggja ára sveinn. En síðar áttu þeir eftir að hafa ýmis konar mök, svo sem að sitja saman í landsyfirrétti, þar sem Sigurður var oft meðdómandi á efri árum sínum. Á næsta ári fluttist Sigurður til Reykjavíkur og var þar nokkur ár. Svo fluttist hann að Nesi við Seltjörn, og var þar hjá Jóni Sveinssyni landlækni frá 1795 til 1803. Sigurður bað um lausn frá embætti sökum veikinda árið 1801 og fékk lausn tveim árum síðar. Þá fluttist hann að Lambastöðum, til Geirs biskups Vídalín, er var einkavinur hans, og síðar með honum til Reykjavíkur. Var hann eftir það hjá honum og síðan ekkju hans til æfiloka. Sigurður dó 6. apríl 1827, tæp- lega 68 ára að aldri. Hann giftist aldrei og átti engan niðja. Sigurður mun hafa verið heilsulítill lengst æfi sinnar. Þegar hann sótti um lausn frá embætti, rösklega fertugur mað- ur, er orsök þess hið illa fótarmein, sem talið ér að hann hafi fengið á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Telur hann í lausnarbeiðni sinni, að það baki sér full- komna lífshættu, ef hann þurfi að reyna á sig í ferðalögum. Hafði það ágerzt á árum hans í Nesi, og er sagt, að eftir það hafi til æfiloka verið opið sár á fætinum. Ekki myndi neinum Reykvíkingi um aldamótin 1800 hafa komið til hugar að yrkja svo sem Þorbergur gerir, rúmri öld síðar: „Seltjarnarnesið er lítið og lágt. Lifa þar fáir og hugsa smátt." Þá var lyfjabúð Reykjavikur í Nesi, og þar sat landlæknirinn. Þá sátu skáldin, Sigurður sýslumaður og Benedikt Gröndal yfirdómari, báðir í Nesi. Á næsta bæ var biskupinn, Geir Vídalín, sem var lipurt ljóðskáld og leikritahöfundur. Verður því ekki annað sagt, en að hin veraldlega, trúarlega og andlega forsjá Reykvíkinga væri allmjög komin undir Seltirningum í þá daga. Enda voru þeir Sigurður og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.