Dvöl - 01.01.1941, Side 69

Dvöl - 01.01.1941, Side 69
D VÖL 63 Benedikt höfuðskáld þess tíma, þegar frá er skilið sjálft þjóðskáldið, séra Jón Þor- láksson. Sigurður var gleðimaður framan af ár- um, en mun þó verið hafa hófsmaður. Ekki hirti hann um að ganga eftir tekj- um sínum eða gera sér mikið úr þeim auði, er hann erfði eftir föður sinn, og aetíð vildi hann miðla vinum sínum því, er hann mátti af sjá. Ljóðskáldskapur Sigurðar er allmikill að vöxtum, en nokkuð misjafn. Létt og lipur fyndni er veigamesta einkennið á skáldskap hans. Þó að fyndnin blandaðist nokkuð beiskju á efri árum, er auðfundið, að kímnin hefir ætíð verið sú frjóa upp- spretta, sem aldrei stíflaðist. Það hefir verið að því fundið, að' mál hans væri óvandað og dönskuskotið. En þegar litið er til þess, hvernig málfar embættis- mannanna var á hans dögum, og svo til hins, að hann eyddi hálfum öðrum ára- tug af æsku- og þroskaárum sínum meðal Dana, þá er það ekki aðeins afsakanlegt, heldur og næsta eð'lilegt, að slíku bregði fyrir. En honum var líka tamt létt gaman lifandi fyndni á lýtalausu máli, eins °g margar stökur hans bera vitni um. Það er ósvikið léttlyndi í þeim manni, sem þannig getur komið orðum að ára- tengri kvöl sinni og lífsþraut: „Þótt ég fótinn missi minn, mín ei rénar kœti, hoppaö get ég í himininn haltur á öðrum fœti.“ Og ekki er það láandi, þótt niðurstaðan geti stundum orðið á þann hátt, sem Þessi staka bendir til: „Enginn grætur og enginn hlœr og engum stofnast vandi, þá sízt ómœtum sálar-rœr Siggi kugg úr landi." Og þeim miklu meinsemdum, er á hann 'ögðust, má án efa kenna það, að skáld- skapur hans verður gjarnast brotasilfur, éjafn, hrufóttur og fremur smáfelldur, þótt engum geti dulizt skáldskaparhæfi- leikar hans, til dæmis í áttunda mansöng Stellurímna, þar sem eðlislæg kímni og óhlutdeilin sjálfsrýni renna saman í eitt. Mansöngsvísur. Ertu þarna, mitt yndi, auga míns fegurst dýrðarljós! Kom þú nú kát meö skyndi, kysstu mig, friðust meyja rós! Svona þá, seljan banda; en svo búið má ekki standa. Kossa þrjá kýs ég að fornum vanda. Þrjá hefi ég kossa þegið. Þetta virðist mér ekki nóg. Mjög hefir mér á legið, mátti ég ekki finna ró. Einn ég mér aftur fala, eg skal þér hann betala, og reiða ég ber rentuna dn dvalar. Ennþá er ég ei mettur af þinna vara hunangi; ég skal þér gjöra glettur, gleöur mig koss þó stolinn sé. Hana nú! Fyrir hnupliö valda, hyggju þú ber ei kalda, auðarbrú! Eg skal fernu gjalda. Réttlætisgyðjan. Á fyrri tíð hjá brögnum bjó blind réttlœtisgyöja. Aldrei liana heyrði ég þó hrakmálin að styðja. Nú hafa viröar við liana breytt og veitt henni augun bœði; en nú fer málið annað og eitt ei að réttum þrœði. Hvaðan, ef spyrðu, er illt álag? Eg þér svara bráður: Sinn nú tóman sér hún hag, hún sinnti ei um hann áður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.