Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 74

Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 74
68 D VÖL unum vissi, og greip tækifærið til að losa um keðjuna, þegar örlítið hlé varð milli æðiskastanna. í sama bili og járnkeðjan féll til jarðar fór ferlíkið eins og sprengi- kúla fram endilangan flórinn og stökk yfir neðri hurðina fyrir fjósdyrunum. — Þessa hindrun varð hann að yfirstíga, því að ég var eins konar stjórnandi í hring- leikahúsi! Hæ, hrópaði ég um leið og hann ruddist yfir þessa hindr- un og hentist úr fjósmyrkrinu, út í sólskinið. — Hæ! Jehóva fór gegnum glóandi tunnugjörð! Og þarna stóð hann eitt augnablik við hauginn, lyfti hausnum upp, dró að sér loft og lykt og fýldi grön; fór svo á harða stökki upp eftir auðu hlaðinu til kýrinnar. Tarfurinn — hann hét Per — Jehóva þorði ég ekki að nefna hann, nema í huganum — hafði valið sér mig að yfirdrottnara af einhverjum óskilj anlegum ástæð- um. Ég gat farið með hann eins og ég vildi. Hann sleikti kúna og lét vel að henni; að öðru leyti var honum uppsigað við allt og alla. Ef eitthvað lauslegt var á hlaðinu, vagnar eða verkfæri, reyndi hann að velta því um. Ef dúfa flaug þangað niður, renndi hann sér að henni með hausinn undir sér. Hér var ekki staður fyrir neinn, nema hann sjálfan, kúna og mig. En svo var birtan. Það kom fyr- ir, þegar sólskin var, að birtan ruglaði hann. Þá gleymdi hann kúnni og hljóp af stað og skók reistan hausinn og lét eins og hann hefði himinninn á hornunum. Þá var enginn leikur að koma honum inn aftur. Hann öskraði og setti undir sig hausinn, alveg við tærnar á mér. Ég sparkaði með tréskónum í granirnar á honum og rúddi úr mér skömmunum, en hann svaraði með því að blása svo rösklega úr nös, að sandur og ryk þyrlaðist til, og róta upp mold- inni. Drynjandi hörfaði hann aft- ur á bak í áttina að fjósdyrunum. Ég rak hann þannig fet fyrir fet, notaði tréskóinn og jós yfir hann skömmunum, þangað til hann sneri sér við og snautaði inn á básinn sinn. Einu sinni um hádegið, þegar ég leysti hann, stökk hann út yfir neðri hurðina og sogaði að sér loftið eins og venjulega, en fór ekki til kýrinnar. Hann þaut af stað upp i hlaðvarpann, en þar var húsbóndinn að dunda við eitt- hvað. Hann var gramur við mig, af því að ég var sá eini, sem réði við tarfinn, og nú ætlaði hann aö sýna, að hann væri hér húsbóndi og herra. Þá drundi illilega i tarfinum, og húsbóndinn byrjaði að kikna í hnjáliðunum. Áður en varði henti hann hrífunni, sem hann var með, og flýði inn í korn- hlöðuna, og það var með naum- indum, að hann gat lokað neðri hurðarhelmingnum á eftir sér. En tarfurinn henti sér yfir og þaut inn. Sem betur fór hafði verið ekið inn höfrum þessa daga og var mjó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.