Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 77

Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 77
D VÖL til skila, komst það upp, og ég varð að biðja fyrirgefningar á „gleymsku“ minni. En það var illt að eiga enga aura. Og allt í einu fór Amor líka að gefa peninga af sér. Það var eins og hann vildi ekki vera síðri en hans virðulegi bróðir. Og þetta var að þakka þeim eina eiginleika, sem eftir var af hans upprunalega eðli. Hópurinn lá jórtrandi lengst úti í haga. Ég sat milli hornanna á Amor og söng ákaflega dapurlega vísu um ástasorgir og danglaði með berum fótunum í granirnar á hon- um eftir hljóðfallinu og var í bezta skapi. Hann lét sem ekkert væri; lokaði aðeins augunum við og við. En allt í einu reisti hann haus- inn, svo að ég valt aftur af honum, og spratt á fætur.Þetta stóra, hæg- gerða dýr var allt í einu gripið æði. Hann hljóp fram og aftur, hnus- aði út í loftið og tók svo stefnu á hliðið, sem lá heim að Langde. Ég hrópaði á hann, öskraði nafn hans hvað eftir annað, en hann heyrði það ekki, tók ekki eftir neinu. Þá hljóp ég af stað til þess að elta hann og hugsaði honum þegjandi þörfina. í rauninni var það stór- kostleg smán fyrir mig, að hann skyldi ekki hlýöa mér. Og enn þá meiri yrði hún, ef hann slyppi heim til bændanna. Ef svo færi, yrði hann settur í hald, og húsbóndinn yrði að kaupa hann út með 66 aur- um. Uppi við hliðið kom ung stúlka í hós. Hún hafði skjalatösku undir 71 handleggnum og teymdi hund 1 bandi. Ég hafði áður séð hana fara framhjá og hélt, að hún væri frá stórbýli í grenndinni. Með sjálfum mér nefndi ég hana söngmeyna. Venjulega ók hún í léttivagni. En nú tók hún til fótanna, eins og dauðinn sjálfur væri á hælun- um á henni. „Hjálp, hjálp! Stóra nautið þitt ætlar að ráðast á mig“, æpti hún viti sínu fjær af hræðslu. Þó var Amor nú ekki nema uxi, og ég þegar kominn fyrir hann. Reyndar lét hann eins og hann væri nú orðinn tarfur aftur eða hefði vélað eðli Jehóva frá honum og í sig. Hann fnæsti, otaði horn- unum og skók hausinn, eins og hann hefði hundinn þegar á horn- unum og léki sér að því að kasta honum í loft upp og grípa hann með þeim aftur. Ég varð að lemja hann á hornin með lurknum minum til þess að sefa hann. Hornaræturnar eru við- kvæmasti staðurinn á nautinu. Ég kenndi í brjósti um Amor, en það voru ekki til önnur ráð, sem dugðu. Hann hnaut á annað hnéð og baul- aði af sársauka; svo sneri hann undan og skokkaöi aftur til hinna gripanna, með hausinn skældan út á hlið, ekki sérlega hetjulegur. Ég fylgdi ungfrúnni heim undir bæinn. Fyrir það fékk ég tíu aura. Þessir tíu aurar kostuðu mig mikla sjálfsafneitun, því að ég þurfti að halda í hönd stúlkunn- ar alla leiðina; annars sagðist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.