Dvöl - 01.04.1941, Side 16

Dvöl - 01.04.1941, Side 16
94 kröftum. Þegar hann var sjötugur orðinn, neyddist hann til þess að selja loðfeldi sína, ábreiður, tjöld og reiðtýgi. Brátt varð hann eigna- laus maður. í elli sinni varð hann og kona hans að þiggja brauð af boröum annarra, Hann var sviptur öllu, nema klæðum sínum og Sjam- sjemagí, konu sinni.Sonur hans bjó mjög fjarri, og dóttir hans var lát- in. — Einn nágrannanna. Múhamed- sjakk að nafni, aumkaðist yfir gömlu hjónin. Hann var maður góð- hjartaður, hvorki snauður né auð- ugur, og lifði kyrrlátu lífi og reglu- bundnu. Hann minntist þess, hve Elías hafði ávallt verið gestrisinn, og kom að máli við hann á þessa leið: „Þú skalt ráðast í vist til mín með konu þína. Á sumrum getur þú gengið að starfi, eftir því sem kraftar þínir leyfa. Á vetrum getur þú annazt kvikfénaðinn. Sjamsje- magí getur hjálpað til við mjalt- irnar. Þið fáið til endurgjalds fæði og klæði og aðrar nauðþurftir ykk- ar.“ Elías tók boði þessu með þökkum. Þannig atvikaðist það, að hann réðist í vinnumennsku til Múham- edsjakks, ásamt konu sinni. Þeim féll þetta hlutskipti næsta þungt fyrst í stað. Smám saman tóku þau þó að venjast þessu. Störf sín leystu þau dyggilega af höndum. Það kom sér næsta vel fyrir Mú- hamedsjakk að hafa slík vinnuhjú i þjónustu sinni. Gömlu hjónin voru _ DVÖl nákunnug öllum bústörfum og sátu aldrei auðum höndum. Múhamed- sjakk harmaði mjög þau örlög, er þeim voru búin. Dag einn bar að garði nokkra ættingja Múhamedsjakks, sem bjuggu fjarri heimili hans. Mú- hameðstrúarprestur var í för með þeim. Múhamedsjakk lét þegar slátra sauði. Elías fláði sauðinn og matreiddi hann handa gestunum. Gestirnir neyttu sauðakjötsins og drukku te með ánægju. Þeir sátu í mjúkum hægindum, ásamt húsráð- anda; og ræddu saman. Þá varð Elí- asi gengið framhjá. Múhamedsjakk kom auga á hann og mælti við ætt- ingja sína: „Sáuð þið gamla manninn, sem heyrt hans getið?“ „Já, hvað er merkilegt um hann að segja?“ „Hann var einu sinni ríkasti mað- urinn í öllu þessu héraði. Hann heitir Elías. Þið hafið ef til vill heyrt hans getið?“ „Auðvitað höfum við heyrt hans getið. Hann var kunnur maður.“ „Já, og nú er öll velgengni hans þorrin. Hann er nú í vinnumennsku hjá mér, ásamt konu sinni.“ Einn af frændum Múhamed- sjakks, sem mjög undraðist þessa frásögn, mælti: „Lífshamingjan er háð duttlung- um örlaganna. Sumir hefjast til vegs og virðingar. Öðrum er varpað í glötun. Gamli maðurinn hefir kynnzt breytileik lífsins 1 ríkum mæli.“

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.