Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 16

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 16
94 kröftum. Þegar hann var sjötugur orðinn, neyddist hann til þess að selja loðfeldi sína, ábreiður, tjöld og reiðtýgi. Brátt varð hann eigna- laus maður. í elli sinni varð hann og kona hans að þiggja brauð af boröum annarra, Hann var sviptur öllu, nema klæðum sínum og Sjam- sjemagí, konu sinni.Sonur hans bjó mjög fjarri, og dóttir hans var lát- in. — Einn nágrannanna. Múhamed- sjakk að nafni, aumkaðist yfir gömlu hjónin. Hann var maður góð- hjartaður, hvorki snauður né auð- ugur, og lifði kyrrlátu lífi og reglu- bundnu. Hann minntist þess, hve Elías hafði ávallt verið gestrisinn, og kom að máli við hann á þessa leið: „Þú skalt ráðast í vist til mín með konu þína. Á sumrum getur þú gengið að starfi, eftir því sem kraftar þínir leyfa. Á vetrum getur þú annazt kvikfénaðinn. Sjamsje- magí getur hjálpað til við mjalt- irnar. Þið fáið til endurgjalds fæði og klæði og aðrar nauðþurftir ykk- ar.“ Elías tók boði þessu með þökkum. Þannig atvikaðist það, að hann réðist í vinnumennsku til Múham- edsjakks, ásamt konu sinni. Þeim féll þetta hlutskipti næsta þungt fyrst í stað. Smám saman tóku þau þó að venjast þessu. Störf sín leystu þau dyggilega af höndum. Það kom sér næsta vel fyrir Mú- hamedsjakk að hafa slík vinnuhjú i þjónustu sinni. Gömlu hjónin voru _ DVÖl nákunnug öllum bústörfum og sátu aldrei auðum höndum. Múhamed- sjakk harmaði mjög þau örlög, er þeim voru búin. Dag einn bar að garði nokkra ættingja Múhamedsjakks, sem bjuggu fjarri heimili hans. Mú- hameðstrúarprestur var í för með þeim. Múhamedsjakk lét þegar slátra sauði. Elías fláði sauðinn og matreiddi hann handa gestunum. Gestirnir neyttu sauðakjötsins og drukku te með ánægju. Þeir sátu í mjúkum hægindum, ásamt húsráð- anda; og ræddu saman. Þá varð Elí- asi gengið framhjá. Múhamedsjakk kom auga á hann og mælti við ætt- ingja sína: „Sáuð þið gamla manninn, sem heyrt hans getið?“ „Já, hvað er merkilegt um hann að segja?“ „Hann var einu sinni ríkasti mað- urinn í öllu þessu héraði. Hann heitir Elías. Þið hafið ef til vill heyrt hans getið?“ „Auðvitað höfum við heyrt hans getið. Hann var kunnur maður.“ „Já, og nú er öll velgengni hans þorrin. Hann er nú í vinnumennsku hjá mér, ásamt konu sinni.“ Einn af frændum Múhamed- sjakks, sem mjög undraðist þessa frásögn, mælti: „Lífshamingjan er háð duttlung- um örlaganna. Sumir hefjast til vegs og virðingar. Öðrum er varpað í glötun. Gamli maðurinn hefir kynnzt breytileik lífsins 1 ríkum mæli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.