Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 82

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 82
160 DVÖL KímnisÖgnr Enn eru uppi menn, sem kunna að segja írá, vel og hressilega. Á fyrstu árum ald- arinnar, er títt var að gera út skip á há- karlaveiðar, var einn slíkur maður á há- karlaskipi við Norðurland. Var hann orð- lagður fyrir veiðisögur sínar, er í land kom. Eitt sinn tóku þeir félagar land á Ströndum. Kom Strandamaður nokkur út í skipið; hugði hinn gott til glóðarinnar. Tók hann að segja heimamanni af há- karli miklum, er þeir hefðu nýlega veitt. Höfðu þeir með mestu herkjubrögðum komið bragði um sporð hákarlsins og dregið hann síðan upp í reiðann. Var hann svo stór, að þá var hann enn í sjó að mestu leyti. Svo mikið blóð rann úr skepnunni, þegar þeir tóku úr honum lifrina, að sjórinn varð sem eitt blóðhaf ung. Hún ólst upp í Kína og stundaði fyrst skólanám i Shanghai, en síðar í há- skólanum 1 Virginíu. Hún undi sér ekki á Vesturlöndum og hvarf aftur til Kína. Hún byrjaði að skrifa laust eftir 1920, en árið 1931 hófst hún til frægðar. Bók- menntaverðlaun Nobels hlaut hún 1938. Á íslenzku hafa verið þýddar þrjár langar sögur eftir hana, Gott land, Austanvindar og vestan og Pyrri kona, er birtist sem framhaldssaga í Vöku. Nokkrar smásögur hennar hafa og verið íslenzkaðar, þar á meðal þrjár, sem Dvöl hefir áður flutt. Daniel Kalicstein fæddist í Berkhampstead í Englandi árið 1918 og er einn hinna yngstu rithöfunda þar í landi, þeirra er eftirtekt vekja. For- eldrar hans voru af pólskum Gyðingaætt- um, en fluttust til Englands skömmu fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Hann byrjaði að skrifa sögur árið 1935. Saga sú, er Dvöl birtir eftir hann, hlaut 1. verðlaun í smá- sagnakeppni í Englandi áríð 1938. éins langt og augað eygði. Strandamað- urinn hlustaði hugfanginn á frásögnina og má nærri geta að sögumanninum hefir þótt mikið til þessa þakkláta áheyranda koma. En þegar sögunni var lokið, ætlaði Strandamaðurinn að kveðja. Sögumann- inum kom þetta mjög á óvart, en þó spurði hann, hvað lægi við. „Ég þarf að skera hrút“, svaraði Strandamaðurinn. Sjómanninum fannst lítið liggja á því, vildi þó vita, hvers vegna hann ætlaði að slátra hrútnum. „Hann lembdi fyrir mér þrjátíu gimbrar í morgun, hrútskrattinn", svaraði Stranda- maðurinn. „Já, og var þó í öðru húsi,“ bætti hann við. Bóndi einn á Austurlandi fór að sumar- iagi á mannamót. Hann reið hryssu grárri, kostagrip, er hann áttí. Hann sagði svo frá þessari för sinni, að er heim skyldi haldið, voru margir komnir af stað á undan honum. Lét hann þá gráu því spretta úr spori, og dró brátt á þá, sem á undan fóru, og voru þó flestir vel ríðandi. Er skemmst af því að segja, að bóndi reið fram úr öllu samferðafólkinu og var þar á meðal margt ágætra manna: prestar, hreppstjórar og oddvitar. En er hann kom þar, er moldargötur voru niðurgrafnar, námu fæturnir á honum við götubakkana beggja megin. Skauzt þá sú gráa fram úr skrefinu á honum, „og hefi ég aldrei séð hana síðan“. Gárungi spurði mann, sem verið hafði í Vesturheimi, hvort þeir þar vestra hefðu ekki kýr í hinum stóru flugvélum sínum, til þess að hafa alltaf nýja mjólk. Vesturfarinn svaraði: „Jú, þeir beita þeim á engin á vængj- unum." Útgefandi S. U. P. Ritstjóri: Þórir Baldvinsson J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.