Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 38

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 38
11« D VÖL enninu, með svip þess manns, sem hefir lokið sínu verki, þá þrýsti ég á byssugikkinn og skaut hann. Hann hneig út af; höfuðið hékk út fyrir borðstokkinn. Ég gaf mér ekki tíma til að líta á hann aftur. Hinn rak upp angistaróp. Aðeins eitt sárt óp; svo var dauðaþögn. Hann renndi sér nið'ur af þóft- unni, á hnén, og spennti greipar. „Miskunn,“ hvíslaði hann lágt, „miskunna þú mér, félagi!“ ,,Ó-ó! Félagi,“ sagði ég lágt. „Já, félagi, auðvitað félagi. Jæja, hróp- aðu þá: Vive Vanarchie-“ Hann fórnaði höndum, horfði til himins, glennti upp munninn í feiknlegu örvæntingarópi: „Vive l’anarchie! Vive. .. .!“ Hann lyppaðist niður, með kúlu- gat gegnum höfuðið. Ég varpaði þeim báðum fyrir borð. Skammbyssunni kastaði ég á eftir þeim. Svo settist ég hljóður niður. Ég var loksins frjáls — loks- ins! Ég leit ekki einu sinni á skipið, mér var sama. Ég held, satt að segja, að ég hafi sofnað, því að allt í einu heyrði ég hróp og köll, og skipið gnæfði svo að segja beint yfir mér. Skipverjar drógu mig inn- byrðis og bundu bátinn aftan í skipið. Þeir voru allir svartir, nema skipstjórinn, hann var múlatti. Hann einn kunni fáein orð í frönsku. Ég gat ekki komizt að þvi, hvert þeir voru að fara, eða hverjir þeir voru í raun og veru. Þeir gáfu mér eitthvað að éta á hverjum degi, en mér gazt illa að þvl, hvernig þeir ræddu um mig á sínu máli. Ef til vill voru þeir að tala um að varpa mér fyrir borð, til þess að eignast bátinn. Hvað gat ég vitað um það? Þegar við fórum framhjá þessari eyju, spurði ég, hvort þar væru mannabústaðir. Mér skildist á múl- attanum, að hér væri hús. Ég gerði ráð fyrir, að hann ætti við bónda- bæ. Þá bað ég þá að skjóta mér í land, og svo mættu þeir eiga bát- inn fyrir ómakið. Ég held, að þetta hafi einmitt verið það, sem þeir óskuðu eftir. — — Svo veiztu fram- haldið.“ Er hann hafði þetta mælt, missti hann allt vald yfir sér. Hann gekk hratt um gólf, svo fór hann að hlaupa, og handleggir hans sveifl- uðust eins og mylluvængir. Hann rak upp hvert ópið eftir annað, en allt var tómt rugl, sem hann sagöi. Fátt var skiljanlegt, nema hvað hann „neitaði engu, engu“. Ég gat ekki annað en látið hann afskipta- lausan og sat úti í horni og endur- tók í sífellu: „Calmez-vous, calmez- vous.“ Og að lokum náði hann aft- ur valdi yfir sér. Ég var lengi hjá honum, eftir aö hann var lagstur útaf. Hann bað mig um að yfirgefa sig ekki, svo að ég sat hjá honum í nafni mann- kærleikans, eins og maður situr hjá órólegu barni. Og að lokum sofnaði hann. Þegar allt kemur til alls, held ég, að hann hafi verið miklu meiri stjórnleysingi en hann játaði, bæði fyrir mér og jafnvel sjálfum sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.