Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 27

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 27
dvöl 105 það væri skírnarnafn hans og ætt- arnafn. En fólkið í borginni hafði lesið í blöðunum um stjórnleysingj- ana í Evrópu, og þetta hafði mikil áhrif á það. Harry Gee hneggjaði sérlega ánægjulega yfir hinni smellnu viðbót: de Barcelona. „Það gerir sögunarmyllu-þrjót- ana ennþá hræddari við að skipta sér af honum, skilurðu?" bætti hann við í einlægni. „Ég hefi ör- uggari tök á honum með þessu nafni heldur en þó að ég hefði sett járnhring um löppina á honum og tjóðrað hann með hlekkjum við þilfarið í bátnum.“ „Og,“ bætti hann við eftir stund- arþögn, „taktu eftir því, að hann ber ekki á móti þessu. Ég er ekki að hafa hann fyrir rangri sök. Hann er að minnsta kosti einhvers konar strokufangi." „En ég geri ráð fyrir, að þú borg- ir honum eitthvert kaup, eða er það ekki?“ spurði ég. „Kaup! Hvað ætti hann að gera við peninga hérna? Hann fær mat í eldhúsinu og föt úr vöruskemm- únni. Auðvitað læt ég hann hafa eitthvað svolítið eftir árið, en þér dettur þó ekki í hug, að ég ráði til mín fanga og borgi honum sömu laun og heiðarlegum manni? Ég hugsa fyrst og fremst um hag fé- lagsins." Ég játaði, að auðvitað yrði félag, sem eyddi fimmtíu þúsund sterl- ingspundum í auglýsingar á ári, að viðhafa sérstaka aðsjálni í fjár- málum. Ráðsmaðurinn rumdi á- nægjulega. „Og ég skal að lokum segja þér nokkuð,“ hélt hann áfram. „Ef ég væri sannfærður um, að hann væri stjórnleysingi, og svo gerðist hann svo djarfur að biðja mig um pen- inga, þá myndi ég umsvifalaust sparka honum út. En ég ætla samt að láta hann njóta þess, að ég er ekki viss í minni sök. Ég er fús til þess að trúa því, að hann hafði ekki gert annað meira né verra en að reka hnif í skrokkinn á einhverjum — við meira eða minna afsakandi aðstæður, svona eins og tíðkast í Frakklandi. En það getur gert mig vitlausan af bræði, að hugsa um þá bölvaða undirheimaþjónustu, að vilja eyða öllum lögum og reglum í heiminum. Það er sama og að grafa undan fótum hvers einasta heiðarlegs, vinnandi manns. Ég skal segja þér, að samvizkusamir menn, eins og ég eða þú, verða að fá einhverja vernd fyrir sína sam- vizku, annars gæti hvaða hundingi sem væri komið og talizt jafn góður og ég, eða er ekki svo, ha? Það væri brjálæði!“ Hann starði á mig. Ég kinkaði kolli og muldraði eitthvað um það, að nokkur sannleikur væri fólginn í skoðunum hans. Það kom fram í skoðunum Páls vélamanns, að það þyrfti lítið til að eyðileggja framtíð manns. „II ne faut beaucoup pour perdre
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.