Dvöl - 01.04.1941, Page 76

Dvöl - 01.04.1941, Page 76
154 D VÖL Tíl kaupendanna! Með þessu hefti, 2. hefti árgangslns, er árgjaldið 1941, 7 krónur, fallið í gjalddaga. Það eru vinsamleg tilmæli útgefendanna til kaupenda Dvalar, að þeir geri bráðlega skil, og skal sérstak- lega á það bent, hve kaupendum úti á landi er handhægt að greiða ritið með póstávísunum. Það geta þeir gert á næstu póststöð. Þeim, sem ekki hafa greitt ritið, þegar næsta hefti, 3. hefti, kemur út síðsumars, verða sendar póst- kröfur með því. En útgefendum þætti mjög vænt um, að sem allra flestir yrðu þá búnir að gera skil. AFGREIÐSLA DVALAR, Lindargötu 9 A. Reykjavík. konuna og barnið. Hann hló, benti með fingrinum á gagnaugað á sér og hló. Ég skildi hann ekki. Hann hélt áfram að brosa, svo að það skein í gulbrúnar tennurnar, brosti og drap á ennið á sér með fingrin- um. Svo sagði hann: „Líttu á barnið, næst þegar hún fer fram hjá.“ Að svo mæltu snýtti hann sér og fór aftur að lesa. Ég skildi hann ekki. Djúpt í fylgsnum hugans fór ég að hugsa um bamið, reyna að ímynda mér, hvernig það liti út, móta lítið og grett andlit og augu, sem voru á litinn eins og... . Þá varð ég þess var, að ég hafði aldrei séð barninu bregða fyrir. Ég mundi aðeins eftir svörtu skýli vagnsins og hvítum og bungandi línlökum. Ég reis á fætur. Konan kom eftir stígnum. Það glampaði á gull- spangagleraugun í skini haustsól- arinnar og bréfrósirnar á hattinum voru baðaðar rauðum geislum; hún kom og hjalaði við barnið, laut á- fram og hjalaði. Ég gekk hjá henni, þvert yfir leið hennar, og staðnæmdist fyrir aftan hana, þegar hún var komin fram- hjá. í barnavagninum sá ég brúðu- andlit úr gleri, sem brosti í blindni að engu. Konan laut áfram og kitl- aði brúðuna með fingrinum, eins og móðir, sem leikur við barn sitt, og hjalaði við hana. .. .babblaði tæpi- tungu við brúðuna og hjalaði.... Ég kem ekki oftar í þenna garð. Það er annar garður miklu fallegri þarna hinum megin við götuna; aðeins tíu mínútna gang í burtu. Ég er þreyttur á þessum garði, ég vil ekki vita af skrifstofunni svona nærri mér, og ég vil ganga góðan spöl, áður en ég borða hádegisbit- ann. Og ég er þreyttur á fólkinu hérna, til dæmis þessum karli, sem les Adam Bede og annað ámóta sálarfóður. .. . Það er garðurinn — það er garðurinn! Hér er ómögulegt að fá sæti,og dúfurnar ata út bekk- ina. — Það eru dúfurnar — það eru dúfurnar....

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.