Dvöl - 01.04.1941, Page 62

Dvöl - 01.04.1941, Page 62
140 DVÖL því. En hún sá angistina í augum föður síns, og vatnið hækkaði meir og meir og nálgaðist óðum. í fyrradag flæddi það yfir gólfið í þreskihúsinu. Að þrem. dögum liðnum mundi það flæða inn í sjálft íbúðarhúsið. „Við verðum að flytja okkur taf- arlaust inn fyrir innri garðinn", sagði faðir hennar. „Einu sinni.það var meðan faðir minn var á lífi, hljóp svo mikill vöxtur í fljótið, að fólkið varð að láta fyrir berast í skjóli við innri garðinn.Þar er okk- ur áreiðanlega óhætt, því að þang- að flæðir ekki,nema fimmtu hverja öld. Ég held, að reiði guðanna hvíli á okkur, fyrst að þessar hörmungar dynja nú yfir.“ Yngsti drengurinn fór að gráta, því að hræðsla hafði gripið hann. Það var næsta furðulegt að sjá vatnsflauminn umhverfis þorpið og hafa þó þak yfir höfuðið. Drengn- um fannst hann vera á skipi, sem sigldi á vatninu, en þegar hann heyrði föður sinn segja, að þau yrðu að fara inn fyrir innri garð- inn, þá var honum öllum lokið. Tárin komu fram í augun á Lan Ying af meðaumkun. Hún dró bróður sinn að sér og þrýsti andliti hans að brjósti sér. „Má ég þá taka svarta kiölinginn með mér,“ snökti hann. „Við tökum allar geiturnar með okkur“ sagði faðir hans. Og þegar kona hans innti hann eftir því, hvernig þau gætu komið þeim yfir vatnið, svaraði hann ein- ungis: „Okkur skal takast að koma þeim yfir um. Á þeim verðum við að lifa.“ Á síðustu stundu tók hann bæj- arhurðina af hjörunum og negldi borð við hana til styrktar. Að því búnu tók hann fram langan vað og festi flekann aftan í litla bátinn sinn. Lan Ying, móðir hennar og litlu drengirnir bjuggu um sig á flekanum, og svo var lagt af stað. Faðir þeirra hafði vað á uxanum, sem synti aftastur í lestinni. End- urnar og gæsirnar syntu líka. Geit- urnar voru einu dýrin, sem fengu að fljóta með á flekanum. Þegar fólkið var að leggja af stað frá hús- inu, kom hundurinn syndandi á eftir því. Lan Ying hrópaði: „Sjáðu pabbi! Labó langar líka til að koma með okkur“. Faðir hennar hristi höfuðið og herti róðurinn. Labó verður að bjarga sér, ef hann getur.“ Börnin kenndu í * brjósti um vesalings dýrið, og yngsti drengurinn hrópaði: „Labó má fá helminginn af hrís- grjónunum mínum.“ En þá hrópaði faðir hans reiði- lega: „Hrísgrjónunum, hvaða hris- grjónum? Helduröu að hægt sé að rækta hrísgrjón í vatninu?“ Börnin urðu hrædd og þögðu. Þau höfðu alltaf fengið nægju sína af hrísgrjónum. Fljótið hafði gefið þeim ríkulega hrísgrjónauppskeru

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.