Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 24

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 24
102 D VÖL „Spánskur stjórnleysingi frá Barcelona“, endurtók ég hálf kjánalega og horfði á manninn. Hann var tekinn til við vinnu sina aftur, og sá nú aðeins á bogið bak hans. í þessari stellingu heyrði ég hann mótmæla greinilega: „Ég kann ekki einu sinni spönsku". „Ha? Hvað á þetta að þýða? Dirf- ist þú að neita því, að þú sért þaðan að handan?“ Hinn óviðjafnanlegi ráðsmaður gnæfði ógnandi yfir honum. Vélamaðurinn reis upp, lagði frá sér skrúflykil, sem hann hafði ver- ið að nota, og sneri sér að okkur. Hann skalf frá hvirfli til ilja. „Ég neita engu, engu, engu,“ sagði hann ákafur. Hann tók skrúflykilinn aftur og hélt áfram að vinna, án þess að líta aftur til okkar. Við héldum leiðar okkar, eftir að hafa horft á hann eina mínútu eða svo. „Er hann í raun og veru stjórn- leysingi?" spurði ég, þegar við vor- um komnir spölkorn í burtu. „Mér er andskotans sama hvað hann er“, svaraði hinn gamansami ráðsmaður hjá B. O. S. h.f. „Ég gaf honum þetta nafn, af því að mér þótti henta að auðkenna hann á þenna hátt. Það er gott fyrir fé- lagið“. „Fyrir félagið", át ég undrandi eftir honum og nam staðar. „A-ha“, sagði hann sigurglaður og lyfti upp kringlóttu, sviplausu andlitinu og glennti sundur leggja- langa fæturna. „Þetta kom þér á óvart. Ég verð að gera það, sem ég get fyrir félagið. Gjöld þess eru óskapleg. Umboðsmaður okkar í Horta segir mér, að það eyði fimm- tíu þúsund pundum árlega í aug- lýsingar víðsvegar um heiminn. Það er aldrei of varlega farið, hvað kostnaðinn snertir, skal ég segja þér. En hlustaðu nú á: Hér var eng- inn gufubátur til, þegar ég varð ráðsmaður. Ég bað um gufubát, og ég hélt áfram að biðja um gufubát með hverjum pósti, þangað til mér var sendur hann. En vélamaðurinn, sem þeir sendu með bátnum, stökk í burtu eftir tvo mánuði og skyldi bátinn eftir bundinn .við bryggjuna í Horta. Hann fékk hærra kaup við einhverja sögunarmyllu uppi með ánni, bölvaður! Og sagan hefir allt- ar endurtekið sig síðan. Nú fær hver flækingur, sem þyk- ist vera vélamaður, átján sterlings- pund á mánuði, en hann er stokk- inn á burt, áður en maður veit af, og þó er allt eins líklegt, að honum hafi tekizt að eyðileggja eitthvað áður. Ég segi það dagsatt, að sumir þeirra, sem hafa ráðið sig hjá mér sem vélamenn, hafa ekki þekkt reykháfinn frá katlinum. En þessi náungi kann sitt verk, og ég kæri mig ekki um, að hann hlaupist á brott, skilurðu?“ Hann rak hendina í brjóstið á mér, til þess að leggja áherzlu á orð sín. Ég lét sem ég tæki ekki eft- ir hinu sérkennilega framferði hans, en vildi fá að vita, hvað þetta j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.