Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 6

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 6
84 DVÖL skiljanlegt, og það snerti hjá mér viðkvæma strengi. Og þó — þrátt fyrír alla skynsemi og viljaþrek. Ég fann, að hendurnar á mér skulfu, og það greip mig einhver myrk- fælnikennd hræðsla. Mér fundust þessi blóm koma beinlínis frá henni sjálfri, vera kveðja frá henni hand- an yfir gröf og dauða. Mér fundust þau eiga að segja mér frá ást henn- ar og eilífri tryggð. — Nei, við skilj- um ekki dauðann og gerum það líklega aldrei. Eiginlega er enginn dáinn, fyrr en allir, sem einhvern tíma þekktu hann, eru líka dánir. Ég hagræddi blómunum öðru vísi i dag en ég var vanur — eins og ég kynni að merja þau, ef ég tæki of fast á þeim — eins og sál þeirra færi kannske hljóðlega að gráta við harkalega snertingu. — Núna standa þau í græna kerinu á skrifborðinu mínu. Mér sýnist þau beygja krónurnar í sorgblöndnu og þögulu þakklæti. Það er einhver sársaukakennd þrá, sem berst frá þeim til mín, og ég finn, að þau gætu sagt mér eitthvað,ef ég aðeins skildi mál allra lifandi hluta, en ekki bara þeirra, sem tala. Ég vil ekki láta þetta ná tökum á mér. Ég veit, að þetta eru aðeins venjuleg blóm, aðeins venjuleg kveðja. Ekki rödd úr djúpi grafar- innar. Aðeins blóm, sem keypt voru í búð. Blóm, sem búðarmaðurinn hefir bundið í vönd, án þess að hugsa um nokkuð sérstakt, og svo hefir hann lagt þau i hvíta kassann og sent þau 1 pósti. Og nú eru þau hér. Hvers vegna, hvers vegna hverfa þau ekki úr huga mér? Ég er úti tímunum saman, og ég fer í langar og einmanalegar gönguferðir. Ég finn, að ég er leið- inlegur í annarra hópi. Ég verð þess sérstaklega var, þegar litla, ljós- hærða vinan mín situr í stofunni hjá mér og skrafar við mig. Ég fylgist ekki með. Og þegar hún er farin, er eins og hún sé strax kom- in í órafjarlægð, eins og borgin og mannfjöldinn hafi gleypt hana og ekkert sjáist eftir. Mig mundi sennilega ekki furða á því, þótt hún kæmi aldrei aftur. Blómin eru í háa, græna ker- inu. Leggir þeirra eru í vatni, og ilmurinn fyllir stofuna. Hann hefir ekki dofnað, þó að þau séu búin að standa þar í viku og byrjuð að fölna. — Ég er farinn að trúa alls konar vitleysu, sem ég var vanur að hlæja að. Ég trúi, aö það sé hægt að tala við regnið og skýin. Ég bíð eftir því, að þessi blóm fari að tala. Nei, ég veit, að þau tala. Jafnvel nú hrópa þau til mín í sífellu, og það liggur við, að ég skilji þau. En hvað það gleður mig, að vet- urinn er liöinn. Ég finn andblæ vorsins í loftinu. Ég hefi í engu breytt háttum mínum, og mér finnst, að lífssvið mitt sé alltaf að stækka. Dagurinn í gær virðist löngu liðinn, og atburðir, sem gerðust fyrir nokkrum dögum, eru eins og óljós draumur. Það er alltaf eins, þegar Gretel fer; sérstaklega þó, þegar ég hefi ekki séð hana í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.