Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 46

Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 46
124 DVÖL yfir það greinilegt far eftir byss- una. Anton stakk byssuskeftinu niður I snjóinn og glotti, renndi krassan- um í hlaupið og smeygði svo einum ullarvettlingnum, sem hann hafði til vara, upp á endann á honum, svo að Óskar ætti hægra með að finna byssuna, þegar hann færi að leita að henni. Nú varð hann að draga fótinn. Sársaukinn var svo mikill, að andlitið afmyndaðist. Hann gerði ráð fyrir, að fótinn færi að kala neðan við skotsárið. Oft hafði hann séð það á særðum bjarndýrum, sem hann hafði rakið blóðferilinn eftir, að sú löppin á þeim, sem næst var sárinu, var frosin og hörð viðkomu eins og tré, þegar hann fann þau, þó að þau væru ekki dauð. Þannig var víst ástatt með fótinn á honum nú. En meðan hann gæti dregizt með hann, skyldi hann fá að vera með. En þegar hann gæti það ekki lengur, þá ætlaði hann að taka skeiðarhnífinn og skera af sér fót- inn um hnjáliðinn. Hann vissi, að þegar löpp var skorin af bjarndýri, sem var þannig til reika, blæddi ekki, nema skorið væri of langt inn eða of hátt upp. Hann hélt áfram. Hann þekkti leiðina. Hann vissi nákvæmlega, hve langt hann átti eftir. Og meðan hann gekk þannig, reyndi hann að gera sér grein fyrir því, hvort hon- um tækist að ná heim án fleiri blóðbæla. Honum flaug í hug, hvort veiki fóturinn og sá heilbrigði mörkuðu jafn djúp för í snjóinn. Hann leit aftur, en gleymdi hvers vegna hann hafði gert það. Það, sem hann sá, beindi huga hans í aðra átt. Ekkert blóð var lengur í slóðinni. Hvernig gat staðið á þvi? Það hlaut að vera af því, að fóturinn var orðinn freðinn; blóðið í sárinu hlaut að vera freðið. Hann reif af sér vettlinginn og kreisti sárið. — Út úr því, eða réttara sagt út á milli tægjanna, þar sem kúlan hafði komið út og opið var stærra um sig, vall rauð, þykk leðja. Hann sá, að þetta var frosið blóð. Þegar hann tók það milli fingranna, varð það að rauðu, lifandi blóði. Hann hafði nú þjáningar í öllum líkam- anum, nema í særða fætinum. Hann gekk af stað. Hann barðist við dauðann. Veðrið var kyrrt. Tungl var fullt og bjart eins og að degi; þess vegna gat han stefnt beint á húsið. Hann fór að efast um, að hann kæmist upp brekku, sem var á leiðinni. Reyndar gat hann farið um skarð, sem var í brekkuhjallann og losnað þannig við hana, en í fyrsta lagi var sú leið lengri og í öðru lagi hafði þar komið snjóflóð á tveimur stöðum, sem vafalaust yrði vand- farið yfir, eins og sakir stóðu. Hann stefndi því beint á brekkuna. Húsið var ekki langt frá henni, nokkrum hundruðum metra lengra úti á nes- inu, og hann vonaði, að Óskar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.