Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 41
DVÖL 119 Við stallinn, þar sem fossinn féll, legst fénaöurinn kyrr. Og börnin tína ber af runn þar byltist iðan fyrr. Það er augljóst, að ferðamaður- inn og skáldið er þar staddur, sem uppgróinn árfarvegur segir sögu sína. Hann man á sína visu tímana tvo. Ég hefi einhvers staðar lesið, að Missisippi-dalurinn, sem miljónir manna búa í, hafi að dómi náttúru- fræðinga verið undir vatni eða sæ í fyrndinni. St. G. St. hefir þetta í huga, ef að líkindum lætur, nema svo sé, að hann sjái með berum augum minjar elfinnar. — Hann segir: .... þó sýna bakkar, aur og urð, hvað upp hún gróf og hlóð. Þarna er ekki um uppblástur að tefla: Nú þroskast korn í kargahyl, og kot ó, broti er reist. Lífið sjálft er að verki — mann- lífið, sem skáldið ann og trúir á. Þó að þarna sé einungis um kotbæ að ræða, er hann góðra gjalda verður: En bær í óbyggð! Æfi, er gat á einverunni tórt. Sjá kóng, sem á ei höll né hirð, en hefir ríki stórt, sem hefir eignazt áræði og erindi svo brýnt: að leggja á skóg við vonarvöl — en veröldinni týnt! Þegar hér er komið kvæðinu, er htlum vafa undir orpið, að St. G. ®t. er að túlka sjálfs sín æfikjör. Hann ruddi mörkina þrem sinnum til bústaða og akra, sér og sínum til viðurværis. Hann „lagði á skóg við vonarvöl“, og lét þá að baki sér veröldina. En forlög og fullvel sé, mín forspá rætist sú: þú iðjar fyrir eftirbát, en alls á mis fer þú. En kannske ertu fær og frjáls í fálætinu mitit. Og víst er ekki gert fyrir gýg að græða út ættland *sitt. Sú látlausa speki, sem felst i ljóð- línunum, sem ég hefi undirstrikað, varpar fögrum bjarma yfir þetta sí-starfandi mikilmenni og hugs- anaauðga skáld. Útfærsla gróð- ursins lætur auðnina hopa á hæl ofe leggja á flótta. Bóndinn í kotinu sættir sig við hlutskipti sitt, með þeirri röksemd, að niðjar hans, þ. e. komandi kynslóð, sem hann kallar eftirbát, njóti ávaxta þeirra trjáa, sem landneminn gróðursetti — í farvegi þeirrar elfar, sem eitt sinn hét og var. Náttmálin nálgast: Nú hnígur sumarsól við skóg og situr hátt á grein, og dregur rauða liti Ijóss á land og skógarrein. Við höfum byggt í birkivik, og bæir eru tjöld, og skammt af degi eftir er. En of langt heim í kvöld til íslands mér ... Þarna kemur þá íslendingurinn upp úr kafinu, sá hinn sami, sem segir í öðru kvæði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.