Dvöl - 01.04.1941, Page 41

Dvöl - 01.04.1941, Page 41
DVÖL 119 Við stallinn, þar sem fossinn féll, legst fénaöurinn kyrr. Og börnin tína ber af runn þar byltist iðan fyrr. Það er augljóst, að ferðamaður- inn og skáldið er þar staddur, sem uppgróinn árfarvegur segir sögu sína. Hann man á sína visu tímana tvo. Ég hefi einhvers staðar lesið, að Missisippi-dalurinn, sem miljónir manna búa í, hafi að dómi náttúru- fræðinga verið undir vatni eða sæ í fyrndinni. St. G. St. hefir þetta í huga, ef að líkindum lætur, nema svo sé, að hann sjái með berum augum minjar elfinnar. — Hann segir: .... þó sýna bakkar, aur og urð, hvað upp hún gróf og hlóð. Þarna er ekki um uppblástur að tefla: Nú þroskast korn í kargahyl, og kot ó, broti er reist. Lífið sjálft er að verki — mann- lífið, sem skáldið ann og trúir á. Þó að þarna sé einungis um kotbæ að ræða, er hann góðra gjalda verður: En bær í óbyggð! Æfi, er gat á einverunni tórt. Sjá kóng, sem á ei höll né hirð, en hefir ríki stórt, sem hefir eignazt áræði og erindi svo brýnt: að leggja á skóg við vonarvöl — en veröldinni týnt! Þegar hér er komið kvæðinu, er htlum vafa undir orpið, að St. G. ®t. er að túlka sjálfs sín æfikjör. Hann ruddi mörkina þrem sinnum til bústaða og akra, sér og sínum til viðurværis. Hann „lagði á skóg við vonarvöl“, og lét þá að baki sér veröldina. En forlög og fullvel sé, mín forspá rætist sú: þú iðjar fyrir eftirbát, en alls á mis fer þú. En kannske ertu fær og frjáls í fálætinu mitit. Og víst er ekki gert fyrir gýg að græða út ættland *sitt. Sú látlausa speki, sem felst i ljóð- línunum, sem ég hefi undirstrikað, varpar fögrum bjarma yfir þetta sí-starfandi mikilmenni og hugs- anaauðga skáld. Útfærsla gróð- ursins lætur auðnina hopa á hæl ofe leggja á flótta. Bóndinn í kotinu sættir sig við hlutskipti sitt, með þeirri röksemd, að niðjar hans, þ. e. komandi kynslóð, sem hann kallar eftirbát, njóti ávaxta þeirra trjáa, sem landneminn gróðursetti — í farvegi þeirrar elfar, sem eitt sinn hét og var. Náttmálin nálgast: Nú hnígur sumarsól við skóg og situr hátt á grein, og dregur rauða liti Ijóss á land og skógarrein. Við höfum byggt í birkivik, og bæir eru tjöld, og skammt af degi eftir er. En of langt heim í kvöld til íslands mér ... Þarna kemur þá íslendingurinn upp úr kafinu, sá hinn sami, sem segir í öðru kvæði:

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.