Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 26

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 26
104 D VÖL inn aftur. Þá datt mér í hug að spyrja hann fyrir hvað hann hefði verið dæmdur. Hann hengdi bara hausinn. „Hvað var það?“ spurði ég, „þjófnaður, morð, nauðgun, eða hvað?“ Mig langaði til þess að heyra, hvað hann segði um þetta, þó að ég gerði auðvitað ráð fyrir að það yrði lygi. En hann sagði aðeins: „Kallaðu það hvað sem þér sýn- ist. Ég neita engu. Það þýðir ekki að neita neinu.“ Ég virti hann gaumgæfilega fyrir mér og þá datt mér nokkuð í hug. „Þeir hafa stjórnleysingja þar líka,“ sagði ég. „Kannske, að þú sért einn af þeim?“ „Ég neita engu, herra“ endurtók hann. Þetta svar kom mér til að álíta, að líklega væri hann ekki stjórn- leysingi. Ég held, að þessir bölvaðir stjórn- leysingjavitleysingar séu dálítið hreyknir af sér. Sennilega hefði hann játað það undir eins, ef hann hefði verið stjórnleysingi í raun og veru. „Hvað varstu, áður en þú varst dæmdur? „Ouvrier", svaraði hann. „Og það góður verkmaður“. Þá datt mér aftur í hug, að sennilega væri hann stjórnleysingi, þrátt fyrir allt. Þeir eru flestir úr þeirri stétt, ekki satt? Ég hata þessa bölvaða síeyðileggjandi hunda. Ég var kominn á fremsta hlunn með að ríða burt og láta hann svelta í hel eða drukkna, hvort sem hann kysi heldur. Ekki myndi hann komast inn yfir eyna til þess að ónáða mig aftur. Það myndu nautin sjá um. Ég veit ekki, hvað það var, sem kom mér til að spyrja: „Hvers konar handverksmaður varstu?“ Mér var öldungis sama, hvort hann svaraði mér eða ekki. En þeg- ar hann svaraði undir eins: „Méc- anicien, monsieur,“ þá lá við sjálft, að ég dytti af baki af undrun. Gufubáturinn hafði verið þrjár vikur í lamasessi á síkinu. Skylda mín við félagið var augljós. Hann tók eftir því, hvað mér varð hverft við, og þarna stóðum við í meira en mínútu og störðum ruglaðir hvor á annan. „Farðu á bak fyrir aftan mig“, skipaði ég. „Þú skalt fá að koma gufubátnum mínum í lag.“ Með þessum orðum skýrði ráðs- maðurinn mér frá þangaðkomu stjórnleysingjans svonefnda, Hann ætlaði sér að hafa hann áfram — af eins konar skyldurækni við fé- lagið, og nafnið, sem hann gaf hon- um, kom í veg fyrir, að hann gæti fengið vinnu í Horta eða nágrenn- inu. Þegar hirðarnir á búgarðinum fóru til borgarinnar í tómstundum sínum, þá sögðu þeir alls staðar frá því. Þeir vissu varla hvað stjórn- leysingi þýddi, og heldur ekki hvað Barcelona var. Þeir kölluðu hann anarchisto de Barcelona, eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.