Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 58

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 58
136 D VÖL það varð svo stórt að lokum, að með sanní mátti kalla það „Son hafsins". Lan Ying sat þolinmóð og beið við net föður síns. Við og við kippti hún í taugina og dró það upp. Þess á milli starði hún út yfir fljótið. Hún gat óglöggt eygt fljótsbakk- ann andspænis, eins og ljósgræna rönd úti við sjóndeildarhringinn. Meðan morgunþokan lá yfir land- inu, gat hún alls ekki greint fljóts- bakkann. Henni fannst þá, að hún sæti við skolgrátt úthaf. Alla daga sat hún á fljótsbakk- anum. Það kom upp í vana. Stund- um fannst henni fljótið vera lif- andi vera; svo nátengd var hún orðin því. Faðir hennar var bóndi en ekki fiskimaður. Hann ræktaði hrís- grjón og hveiti á ökrunum, sem hann átti niður með fljótinu. Þeir voru tveir hektarar og náðu alveg upp að hæðunum við sveitaþorpið, þar sem þau áttu heima ásamt fá- einum fjölskyldum öðrum. Þetta var allt saman bændafólk, en það stundaði jafnframt veiðar í fljót- inu. Börnin eða gamla fólkið var látið gæta netjanna, því að á ökr- unum kom starf þess að minni not- um. Andvirði fisksins var venjulega notað til þess að kaupa fyrir reyk- elsi handa guðunum. Stundum keypti fólk þó ný föt fyrir pening- ana. Auk þess var fiskurinn mjög góður til matar og kom oft í góðar þarfir. Lan Ying reis skyndilega á fætur og kippti í taugina af öllum kröft- um. Svo dró hún netið hægt og gætilega upp á bakkann. Það var algengt, að ekkert væri í því. Stundum voru þó smáfiskar í því, og þá varð hún að ausa þeim upp með langskeftum háfi. Fyrir kom það einnig, að stórir fiskar slædd- ust í það, en venjulega liðu margir dagar svo, að hún veiddi ekki neitt. í dag hafði hún engan fisk veitt, að undanteknum fáeinum örsmá- um, glitrandi hornsílum. Hún beygði sig niður og jós þeim upp úr netinu. Móðir hennar mundi næla þau á bambusviðartein og þurrka þau í sólskininu. Síða-n voru þau söltuð lítið eitt og höfð til morgun- verðar, ásamt hrísgrjónum, og þóttu Ijúffeng fæða. Lan Ying kastaði netinu út aftur og beið. En hvað henni fannst dag- arnir lengi að líða. Þegar hún hafði borðað morgunverð, fór hún niður að fljótinu og sat þar til kvölds. Þá fyrst mátti hún fara heim. Samt féll henni betur að gæta netsins, en að fást við þau störf, sem börn ná- grannanna urðu að leysa af hendi. Og það var miklu skemmtilegra að veiða fisk en að sitja klofvega á hörðu og horuðu baki uxans alla daga, eins og bróðir hennar varð að gera. Hún gat varla hugsað til þess að gæta andanna í krikum við árbakkann, en þetta varð elzti bróðir hennar að gera sér að góðu. Það var gaman að sitja hér á fljóts- bakkanum og horfa á fljótið. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.