Dvöl - 01.04.1941, Side 43

Dvöl - 01.04.1941, Side 43
t> VÖL 121 Þó frú sértu göfug og skrýðist í skart, sá skrúði þér maklega fer. Þú prýðir svo gullið, og demanta djásn ei' dýrmætt í hárinu á þér ... °g eins er mér sama þó sjálfmennskuþræll bú sért eins og fjöldinn og ég. Þín snilld breytir hreysi í hallir og skort’ í heimkynni ánægjuleg; Því kóngborin sál gerir kima að sól, að kastala garðshornið svalt. Þótt hafin sé dyrgjan á drottningarstól, tók dámlnn af kotinu allt. Þessar hjartfólgnu og hugnæmu hugsanir ber St. G. fyrir brjósti svo lengi að nemur aldarþriðjungi, eða því sem næst. Ég veit um annað skáld, sem hafði bak við eyrað í hálfa öld kvæðisefni. En þá var þó ekki það barn tekið með töng — var þó mikið fyrirferðar. Það geng- ur svo, að hvað eina bíður síns tíma og sinnar stundar. Snorri Sturluson segir, að eigi hiuni spurt um það, hversu lengi kvæði sé eða hafi verið I smíðum, heldur um hitt, hver ort haft, og hiun hann þá hafa haft í huga þau kvæði, sem vel eru gerð. En for- vitni er jafnan spurul, ekki sízt um skáld og afburðamenn. * Ég spurði eitt slnn Einar Bene- hiktsson, hvort hann væri ekki lengi að yrkja hvert kvæði sitt. Éann svaraði: „Það er misjafnt. Stundum er ég ekki lengi“. En hann talaði eigi fleira út í þá sálma. Annars veit ég eigi, hvað Einar átti við, þegar hann svaraði spurn- *hgu minni. Skáld hafa stundum aldir í einu spori — höfuðskáldin. Um þau má segja það, sem spá- maðurinn sagði við Jahve á forð- um tíð: Einn dagur er hjá þér sem þús- und ár, og þúsund ár sem einn dagur. Ólína Jónasdóttir á Sauðárkróki er einn hinna ágætustu hagyrðinga í Skagafirði. Engum mönnum mun þó jafn tamt að kasta fram vel kveðnum stökum sem Skagfirðing- um, enda eru í þeirra hópi ýms beztu vísnaskáld landsins. Tvær nýlegar vísur eftir Ólínu ganga manna á meðal um þessar mundir. Önnur þeirra var ort, er norðanhret gerði og tók fyrir rek- netaveiðar nyrðra: Viðsjár geta verið hér víða á Bretans leiðum. En þó að hreti æskan er á reknetaveiðum. Hina kvað hún um unglings- stúlku, er var að koma heim að morgni úr næturslarki. Hafði hún verið kyrrlát og heimasætin, en brá skyndilega hætti: Blómstraði ástin undrafljótt, ung var gróðrarstöðin. En hrædd er ég um að hafi í nótt hélaö efstu blöðin. En Ólína getur einnig slegið á aðra strengi: Gullið sjáum geislaflóð glampa í bláum sænum, hvíslar áin ástarljóð, andar þrá í blænum.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.