Dvöl - 01.04.1941, Side 20

Dvöl - 01.04.1941, Side 20
98 DVÖL II. Nætnrljóð Það streymir inn i hug mér í hundrað leifturmyndum, hið hljóða nœturljóð, það glitrar úti á sundum, það tindrar yfir tindum í tunglins silfurglóð, það ómar frá þeim strengjum,sem hann bcerir, nœturblœrinn, með bllðri, léttri hönd, það hljómar í þeim Ijóðum, er hann syngur, blái sœrinn, við sendna fjarðarströnd. Á safírblárri hvelfingu silfurdjásnin Ijóma og sindri strá um vog, og þeyrinn slœr á gitar sinn þúsund töfra hljóma við þúsund stjarna log, og víst er þetta glœsilegra en geislabjartur dagur, þótt glaður sé og hlýr, því heimurinn er allur svo ótrúlega fagur og yndislega nýr! Og minningarnar koma og kyssa mig á vangann og kveða mér sín Ijóð um liðnar dýrðarnœtur með söngvaseið og angan og silfurmánaglóð — um blóð mitt finn ég streyma þann sœla, sára unaö, er sál mln frekast kýs, og eitthvað stórt og heilagt, sem mig hafði ekki grunað, úr hugans djúpi rís. Og Ijúfsár þráin flýgur yfir fjöll og sœvarstrauma, hún flýgur létt og hljótt til þín, sem ert mín hamingja, drottning minna drauma, og dvelst hjá þér í nótt. — Og seiðandi er nóttin í safírblárri höllu við silfurstjarnaskin — en dásamlegast finnst mér og indœlast af öllu að eiga þig að vin!

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.