Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 28

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 28
106 D VÖL un homme," sagði hann hugsandi við mig eitt kvöldið. Ég endurtek þessa setningu á frönsku, af því að hann var frá París, en alls ekki frá Barcelona. Hann bjó í litlu skýli skammt frá aðalbúgarðinum. Veggirnir voru þaktir strái, en járnþak á, og nefndi hann það mon atelier. Þar hafði hann áhaldaborð. Honum höfðu verið fengnar nokkrar hesta- ábreiður og hnakkur — ekki svo að skilja, að hann hefði nokkurn tíma tækifæri til þess að koma á hest- bak — af því að annar sængurbún- aður þekktist ekki meðal vinnu- mannanna, enda voru þeir allir nautahirðar. Og hann svaf eins og sonur sléttunnar, við þenna sæng- urbúnað, innan um tæki sín, undir ryðguðu járnþaki. Hann svaf undir áhaldabekknum og strengdi flugna- netið sitt umhverfis hann, en lítil, hreyfanleg smiðja var við höfða- lagið. Ég færði honum öðru hvoru kert- isstúfa, sem ég tók í íbúð ráðs- mannsins. Hann var mér sérstak- lega þakklátur fyrir þetta, og ját- aði, að sér þætti leiðinlegt að liggja vakandi í myrkrinu. Hann hélt því fram, að svefninn flýði sig. „Le sommeil me fuit,“ sagði hann á sinn kyrrláta, heimspekilega hátt, sem gerði hann viðfelldinn og að- laðandi. Ég lét hann skilja, að ég legði ekki meira en góðu hófi gegndi upp úr þeirri sögu, að hann hefði verið fangi. Þannig orsakaðist það, að hann fór að tala um sjálfan sig eitt kvöldið. Kertisstúfurinn á áhalda- borðinu var að brenna út, og hann flýtti sér að kveikja á öðrum. Hann hafði innt af hendi her- skyldu sína úti á landi og kom svo aftur til Parísar til þess að stunda starf sitt, sem var vel iaunað. Hann sagði frá því með ofurlitlu stæri- læti, að ekki hefði verið langur tími liðinn, þegar hann var farinn að fá tíu franka á dag. Hann var farinn að hugsa um að stofna sjálfur vinnustofu og gifta sig. Hann andvarpaði þungt og þagn- aði. Svo hélt hann áfram, og þá brá aftur fyrir hinni kyrrlátu heimspeki hans: „Ég virðist ekki hafa þekkt mig nógu vel.“ Þegar hann átti tuttugu og fimm ára afmæli, buðu tveir starfsbræð- ur hans honum til kvöldverðar. Hann var hrærður yfir þessu vinar- bragði. ,,Ég var reglumaður," sagði hann, „en ég er ekki ófélagslyndari en hver annar.“ Þeir neyttu kvöldverðarins í litlu veitingahúsi við Boulevard de la Chapelle. Þeir drukku vín með matnum. Það var ágætt. Allt var gott, og heimurinn — svo ég noti orð hans sjálfs — virtist yndislegur dvalarstaður. Hann átti góða fram- tíð fyrir sér, dálítið af peningum í handraðanum og naut samvista tveggja ágætra vina. Hann bauðst til þess að greiða það, sem þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.