Dvöl - 01.04.1941, Page 82

Dvöl - 01.04.1941, Page 82
160 DVÖL KímnisÖgnr Enn eru uppi menn, sem kunna að segja írá, vel og hressilega. Á fyrstu árum ald- arinnar, er títt var að gera út skip á há- karlaveiðar, var einn slíkur maður á há- karlaskipi við Norðurland. Var hann orð- lagður fyrir veiðisögur sínar, er í land kom. Eitt sinn tóku þeir félagar land á Ströndum. Kom Strandamaður nokkur út í skipið; hugði hinn gott til glóðarinnar. Tók hann að segja heimamanni af há- karli miklum, er þeir hefðu nýlega veitt. Höfðu þeir með mestu herkjubrögðum komið bragði um sporð hákarlsins og dregið hann síðan upp í reiðann. Var hann svo stór, að þá var hann enn í sjó að mestu leyti. Svo mikið blóð rann úr skepnunni, þegar þeir tóku úr honum lifrina, að sjórinn varð sem eitt blóðhaf ung. Hún ólst upp í Kína og stundaði fyrst skólanám i Shanghai, en síðar í há- skólanum 1 Virginíu. Hún undi sér ekki á Vesturlöndum og hvarf aftur til Kína. Hún byrjaði að skrifa laust eftir 1920, en árið 1931 hófst hún til frægðar. Bók- menntaverðlaun Nobels hlaut hún 1938. Á íslenzku hafa verið þýddar þrjár langar sögur eftir hana, Gott land, Austanvindar og vestan og Pyrri kona, er birtist sem framhaldssaga í Vöku. Nokkrar smásögur hennar hafa og verið íslenzkaðar, þar á meðal þrjár, sem Dvöl hefir áður flutt. Daniel Kalicstein fæddist í Berkhampstead í Englandi árið 1918 og er einn hinna yngstu rithöfunda þar í landi, þeirra er eftirtekt vekja. For- eldrar hans voru af pólskum Gyðingaætt- um, en fluttust til Englands skömmu fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Hann byrjaði að skrifa sögur árið 1935. Saga sú, er Dvöl birtir eftir hann, hlaut 1. verðlaun í smá- sagnakeppni í Englandi áríð 1938. éins langt og augað eygði. Strandamað- urinn hlustaði hugfanginn á frásögnina og má nærri geta að sögumanninum hefir þótt mikið til þessa þakkláta áheyranda koma. En þegar sögunni var lokið, ætlaði Strandamaðurinn að kveðja. Sögumann- inum kom þetta mjög á óvart, en þó spurði hann, hvað lægi við. „Ég þarf að skera hrút“, svaraði Strandamaðurinn. Sjómanninum fannst lítið liggja á því, vildi þó vita, hvers vegna hann ætlaði að slátra hrútnum. „Hann lembdi fyrir mér þrjátíu gimbrar í morgun, hrútskrattinn", svaraði Stranda- maðurinn. „Já, og var þó í öðru húsi,“ bætti hann við. Bóndi einn á Austurlandi fór að sumar- iagi á mannamót. Hann reið hryssu grárri, kostagrip, er hann áttí. Hann sagði svo frá þessari för sinni, að er heim skyldi haldið, voru margir komnir af stað á undan honum. Lét hann þá gráu því spretta úr spori, og dró brátt á þá, sem á undan fóru, og voru þó flestir vel ríðandi. Er skemmst af því að segja, að bóndi reið fram úr öllu samferðafólkinu og var þar á meðal margt ágætra manna: prestar, hreppstjórar og oddvitar. En er hann kom þar, er moldargötur voru niðurgrafnar, námu fæturnir á honum við götubakkana beggja megin. Skauzt þá sú gráa fram úr skrefinu á honum, „og hefi ég aldrei séð hana síðan“. Gárungi spurði mann, sem verið hafði í Vesturheimi, hvort þeir þar vestra hefðu ekki kýr í hinum stóru flugvélum sínum, til þess að hafa alltaf nýja mjólk. Vesturfarinn svaraði: „Jú, þeir beita þeim á engin á vængj- unum." Útgefandi S. U. P. Ritstjóri: Þórir Baldvinsson J

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.