Dvöl - 01.09.1944, Page 11
dvöl
153
um ófreskjum, sem þvööruðu um
fjárhagsleg mistök. Hann bylti sér
á a,llar hliðar í rúmi sínu og varð
að fara fimm sinnum á fætur um
nóttina til að leika á fiðluna.
Um morguninn skreiddist hann
í föt og fór til læknisins. Maxim
Nikolaitch ráðlagði honum kalda
bakstra um höfuðið og lét hann fá
duftskammta. Af raddblæ hans og
svipbrigðum gat Jakov ráðið, að
sjúkdómurinn væri alvarlegur og
engin meðul dygðu framar. Á heim-
leiðinni varð honum hugsað til þess
að dauðinn yrði sér til hagsbóta
á einn veg, hann þyrfti hvorki að
borða, drekka né borga útsvar
framar, né verða öðru fólki til ó-
Þæginda á neinn hátt. Og þegar
Þess er gætt, að Það er ekki eitt ár,
sem maður liggur í gröfinni, heldur
hundruð ára og jafnvel þúsund,
er það augljóst mál, að ef saman
er íagt, þá verður þetta geysimik-
ill gróði. Á lífinu tapar maður, en
ðauðinn er manni til hagnaðar.
hessi staðreynd er óyggjandi, en
hún er bitur. Hvers vegna er málum
svo undarlega skipað í heimi hér,
að lífið, sem menn hafa þó aðeins
skamma hríð undir höndum, líður
°g hverfur án sýnilegs árangurs?
Hann hryggðist ekki yfir nálægð
hauðans, en þegar hann kom heim
°g sá fiðluna sína hanga á veggn-
uæ, varð hann gripinn söknuði.
Niðluna gat hann ekki tekið með
sér í gröfina og nú varð hún ein
eftir, sömu örlögum háð og birki-
lundurinn og furuskógurinn. Allt
bíður eyðingarinnar í þessum
heimi.
Jakov gekk út úr húsinu, sett-
ist á dyraþrepið og þrýsti fiðlunni
að brjósti sér. Hann hugsaði um
sitt eyðilagða líf og fór svo að
leika á fiðluna, án þess að vita
sjálfur, hvað hann lék. En það
voru sorgþrungnir og viðkvæmir
tónar og tárin fóru að renna nið-
ur kinnar hans. Og því dýpri, sem
hugsanir hans urðu, því trega-
þrungnari urðu tónar fiðlunnar.
Garðshliðið var opnað og Rot-
schild kom inn fyrir. Hann gekk
föstum skrefum heim að húsinu,
en þegar hann sá Jakov, nam hann
snögglega staðar og byrjaði, lík-
lega af hræðslu, að benda út í
loítið, eins og hann vildi með því
gefa til kynna, hvað klukkan væri
orðin.
„Komdu þá — vertu óhræddur,“
sagði Jakov vingjarnlega og benti
honum að koma nær, „komdu
bara.“
Rotschild leit tortryggnislega og
óttasleginn á hann og byrjaði að
þoka sér nær, en nam svo staðar
í nokkurri fjarlægð.
„Gerðu mér þann greiða að
berja mig ekki,“ sagði hann og
hneigði sig. „Moissej Iljitch hefur
sent mig hingað aftur. ,,Þú þarft
ekki að vera hræddur við að fara
aftur til Jakovs, segðu honum, að
án hans getum við ekki komizt
af. Það verður brúðkaup á mið-