Dvöl - 01.09.1944, Side 14

Dvöl - 01.09.1944, Side 14
156 D VO Tj Því allt það sem bezt er, — hvar á það sér hœli? — í urðarhrönn gilsins þröngs! Því var holað þar niður, um nótt, svo það gleymdist, nafnlaust, — án prests og söngs. Gleymdist? — Nei, dagarnir urðu að árum og enn þá vitjar hann mín og einkum á kvöldin, draumurinn duldi, þegar dimmir og máninn skín. Og vekur minn sefa og rœnir mig rónni meðan rökkrið drífur á byggð og hrímrósin grær á gröf minna blóma í geislum frá mánans sigð. Og svo mun það œ meðan sál minni endist saknaðartregi og þrá, — hann kemur úr urðinni og krefst þess að rætast, þegar kvöldhúmið dettur á. í garðinum rökkvar, — þei, — gekk einhver fram hjá? — /r»i o , Ég greindi eins og skóhljóð hans. — Nei, vertu ekki að hlusta, — það er vindblœr, sem rjálar við visinna blóma kranz.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.