Dvöl - 01.09.1944, Qupperneq 19
D VÖL
161
um stund. En í fjólubláum augum
hennar og um rauðan munninn
lék dálítið einkennilegt bros.
Honum var nú orðið skrambi
beitt, og einkum var skyrtukrag-
inn óþægilega þröngur. — „Heyrðu
kæra,“ sagði hann vandræðalega.
„Ég þarf að skreppa snöggvast
fram.“
Hann varð blátt áfram að hringja
til Erikku! Nú mátti hann til að
fá að heyra röddina hennar, og
segja nokkur falleg orð, sem hann
hieinti! O, hann skyldi segja við
hana allt það fegursta, sem til var
i málinu, aldrei hafði hann þráð
hana eins og nú.
En meðan hann beið eftir svari
í símklefanum, datt honum nokk-
uð i hug. — Ef hann gat fælt frá
sér stúlkuna, sem hann elskaði
ekki^ með því einu að vera blíður
°g góður, — hvað þá með hina,
sem hann elskaði?
Þetta var skollans óþægilegt við-
fangsefni og honum hitnaði enn
hieir meðan hann braut heilann
úrn það. Ef Grinsen gamli hafði
rétt fyrir sér, — og því varð hann
bú að trúa og treysta, — þá gat
hann hreint og beint misst Erikku,
ef hann gætti sín ekki! Hann hafði
°ft og tíðum verið all viðkvæmnis-
fegur, líklega bara þó nokkuð væm-
inn í tali sínu og framkomu við
^ana. Skyldu ekki einmitt ólund-
arköstin, sem hún fékk alltaf öðru
^verju, vera sprottin af því?
>.Ja, hvert í logandi!" sagði hann
hátt inn í símtólið, — og rödd
Erikku svaraði: „Ha-hvað? Ert það
þú; Sigurður?“
„Já elskan, — fyrirgefðu, ég var
að tala við sjálfan mig!“ Hann
hikaði lítið eitt. Það var hægra sagt
en gert að vera kaldur og fálátur
við Erikku! — „Mig langaði til að
vita — hvernig þér liði,“ stamaði
hann. „Ég ætlaði að heimsækja
þig, en — ég er nefnilega upptek-
inn í kvöld.“
„Jæja, — ertu það?“ í málrómi
hennar var köld undrun. Hann
fékk ákafan hjartslátt: Það skyldi
þó aldrei vera orðið of seint?
„Við sjáumst kannski á morgun,“
sagði hann, rödd hans var annar-
leg. „Mig langar svo til að sjá þig.“
Hægan nú, lagsi, áminnti hann
sjálfan sig.
„Jæja, þig langar til þess,“ sagði
hún. Það var ómögulegt að heyra
hvort henni líkaði betur eða verr.
Samtal þeirra varð ekki langt,
hún sagðist þurfa að fara að sofa.
Þegar þau kvöddust, gat hann ekki
á sér setið: „Erikka — ég elska
þig!“ hvíslaði hann.
„Jæja,“ sagði hún. „Einmitt það.“
En svo hvíslaði hún einnig, heitt
og ákaft: „Ég elska þig líka —
mikið!“ Og lagði síðan símtólið
niður.
Síðustu orð hennar hresstu hann
stórkostlega. Nú var hann fær í
allan sjó! — Það sem eftir var
kvöldsins lék hann heittelskandi
unnusta allt hvað af tók. Hann var