Dvöl - 01.09.1944, Side 21
D VÖL
163
áður, — en það gerði Inger því
miður líka! Og það var ekki nokk-
ur vegur að segja henni upp úr
þessu. — Hann varð að giftast
Inger, en á hinn bóginn gat hann
alls ekki lifað án Erikku! Sem
heiðvirður maður átti hann sér
engrar undankomu auðið. Ef hann
sveik Inger, eftir allt, sem þeim
hafði farið á milli, var líf hennar
lagt í rústir. Hún myndi sennilega
annað hvort drýgja sjálfsmorð, eða
lenda á geðveikrahæli. En ef hann
kaus að fórna hamingju sinni og
giftast henni, þá var um leið
uiyrkvuð ævisól Erikku, konunnar
sem hann elskaði!
Honum lá við örvilnan, þegar
hann hugleiddi, hve svívirðilegá
hann hafði hagað sér, og í hvílíkt
óefni var komið fyrir honum.
há var barið að dyrum. Konan,
sem hann bjó hjá, kom með morg-
unkaffið og bréf til hans.
Bréfið var frá Inger. Hann þekkti
skriftina og reif það upp með
skjálfandi hendi. Það var á þessa
leið:
Kæri Sigurður!
Eg hlýt að vera vond stúlka, og
Þá munt sjálfsagt fyrirlíta mig,
en ég verð að segja þér eins og
er> — ég get nefnilega ekki gifzt
Þér. Ég elska þig ekki og það er
ahnar maður —. Ég veit, að þetta
er voðalegt fyrir þig, en reyndu
aö gleyma mér. Æ, ég er eitthvað
Sv° hrygg, get ekki skrifað meira.
hér þýðir ekki að reyna að hitta
mig, eða tala við mig oftar.
Vertu sæll.
„Ja hver andskotinn!" hrópaði
hann fokvondur. — Hafði þá ekki
stelpugeitin verið að táldraga hann
allan tímann! — En svo áttaði
hann sig og andlit hans varð eitt
bros: Það hafði tekizt! Hann var
frjáls, — Frjáls!
Augnabliki síðar var hann við
símann. — Á Slíkri stundu var
honum ofvaxið að vera kaldur og
fálátur. Hann varð að tala við
Erikku og segja henni, að hann
elskaði hana meira en allt annaö
í heiminum!
Móðir hennar varð fyrir svör-
um: — Erikka ekki heima. Lögð
af stað í langt ferðalag. — Nei,
ómögulegt að segja hvenær hún
kemur aftur. — Ekkert að fyrir-
gefa!
Um kvöldið fekk hann svohljóð-
andi bréf frá henni:
Kæri Sigurður!
Ég finn að þú ert breyttur — og
ég læt mér ekki nægja neitt hálft
eða skert. Líði þér vel. Mér þótti
innilega vænt um þig, þótt ég hefði
ýmislegt út á þig að setja. Nú fer
ég burtu. Þú skalt ekki reyna að
ná sambandi við mig; það þýðir
ekki neitt. Ég vil aldrei sjá þig
oftar.
Vertu sæll.