Dvöl - 01.09.1944, Qupperneq 22
164
DVÖL
Eftir Þormóð Pálsson frá Njálsstöðum.
Nú seytlar inn um gluggann höfugt húm,
nú hefja kvöldsins raddir seið i blœnum,
nú hvilist allt, er rökkvast loftsins rúm,
í runnum fuglar, síli smá í lænum.
Nú svifur dauðans bróðir þér á brár,
nú berst þin vitund út á djúpsins vegi,
nú blundar þú og brosir gegnum tár,
sem blóm um vornótt, sonur elskulegi.
Nú hnígur dagsbrún, hinzti geislinn dó
og hœgt i vestri logablikin dvína,
nú sveipast lífi þitt draumsins dularró,
er djúpum friði hjúpar ásýnd þína.
Ég heyri fara goluþyt um grund
og gœla milt við Ægis smáu dœtur.
Og ég dvel enn við stokkinn þinn um stund
og stari út í fölva hljóðrar nœtur.
í hugans djúpi hefja raddir máls
með hafsins gný og stormsins þunga rómi:
Hvort er ég sekur fangi eða frjáls?
Hvort fœ ég náð hjá lífsips œðsta dómi?
Hvort ert þú, barn, mitt greidda lausnargjald
þeim guði fœrt, sem dúkinn mikla vefur?
Hvort tók ég mér með vilja þetta vald,
að vera sá, sem skapar líf og gefur?
En ekkert svar, þvi enn er lokuð leið
að lífsins kjarna — tilverunnar rökum,
sem bindur alla sínum nornaseið
og sama hvað við annars fyrir tökum.